M un fleiri Íslendingar fljúga til bresku borgarinnar Manchester að vetrarlagi en sumarlagi og þá fyrst og fremst til að komast á leiki United eða City. Borgin sjálf er þó mun ljúfari að sumri til og þangað komist beint með tveimur flugfélögum. Og það munar töluverðu á fargjöldum þeirra.

Manchesterborg fær engin fegurðarverðlaun en ágæt brúks tímabundið. Skjáskot

Hér auðvitað um að ræða Icelandair annars vegar og easyJet hins vegar en bæði fljúga á milli vikulega eða oftar. Fararheill leitaði að lægstu fargjöldum í boði hjá báðum flugfélögum í júlímánuði og lesendum kemur varla á óvart að íslenska flugfélagið er töluvert dýrara en það breska.

Allra lægsta fargjald Icelandair fram og aftur á sardínufarrými án farangurs fæst á 36.245 krónur. Sami díll hjá easyJet kostar manninn rétt tæplega 22 þúsund krónur. Það rúmlega 60 prósenta verðmunur á sömu vörunni. Tveir saman geta tekið flugið með easyJet og rúllað farangri með báðar leiðir og koma samt út í plús miðað við farangurslaust flug með íslenska flugfélaginu.

Það munar um minna ekki satt?

* Skoðað 18. apríl 2021. Flugfargjöld geta tekið örum breytingum á skömmum tíma.