M ílanó á Ítalíu er smekkfínn staður fyrir gott sumarleyfi og sallafín stoppistöð til að skoppast um príma staði í sunnanverðri Evrópu. Þangað komist í sumar með bæði Icelandair og Wizz Air í beinu flugi en jeddúddamía hvað verðmunurinn er mikill.

Kíktum lauslega á lægstu fargjöld í boði hjá báðum flugfélögum í júlímánuði og þó við bjuggumst við að hið íslenska flaggflugfélag yrði dýrari kostur þá datt okkur aldrei í hug að verðmunurinn yrði vel yfir 100 prósent. 111 prósent nánar tiltekið.

Þar um að ræða allra ódýrustu pakkana fram og aftur en sá pakki kostar lægst 41.385 krónur á sardínufarrými með ekkert meðferðis hjá Icelandair. Sami pakkinn hjá Wizz Air? 19.110 krónur.

Geigvænlegur verðmunur á næstum hundrað prósent sömu vörunni. Icelandair hefur reyndar afþreyingarkerfi um borð og þrengslin minni um sentimeter eða tvo en vélar Wizz Air miklu nýrri og sparneytnari og menga þannig heiminn minna.

Ekki hika við að gera verðsamanburð ef draumurinn er að dúllast erlendis á næstunni. Til þess er samkeppnin 🙂

* Úttekt gerð 18. apríl 2021. Hafa skal hugfast að fargjöld geta breyst hratt.