Það er ætíð fagnaðarefni þegar hægt er að ferðast um heilt land og það á 60 prósenta afslætti frá hefðbundum fargjöldum. Slíkt verður hægt að hluta á Spáni strax í sumar.

Spennandi nýjung á Spáni. Eða hver tekur ekki hraðlest milli Barselóna og Madríd allt niður í tólf hundruð krónur???

Spænska lestarfyrirtækið Renfe mun með vorinu taka í notkun fyrstu lággjalda hraðlest landsins en sú mun flytja farþega milli Madríd og Barselón,a og öfugt auðvitað, tvisvar sinnum á dag.

Þetta fagnaðarefni því spænsku hraðlestirnar eru bæði eldfljótar og súperþægilegur ferðamáti sem gefur ferðalöngum tækifæri til að sjá náttúru og mannlíf á leiðinni og ekki síður enda förina í miðborgum hvorrar borgar fyrir sig. Sem oft þýðir að hótel eða gististaður er í labbifæri. Þá ætti enginn að gráta lág fargjöldin því í stað þess að greiða þetta fimm til átján þúsund krónur fyrir lestartúrinn milli Barsa og Madríd þá verða lægstu fargjöld lággjaldalestarinnar aðeins tólf hundruð krónur og hæst kringum sjö þúsund krónur.

AVLO heitir lestin atarna og ágætt að setja nafnið á minnið því hefðbundar spænskar hraðlestir heita AVE og það mun áfram kosta skildinginn að nota þær. Þá þarf og að bóka með eins rúmum fyrirvara og framast er unnt því hér gildir það sama og hjá lággjaldaflugfélögum: fyrstur kemur, fyrstur fær.

Buen viaje 🙂