Tíðindi

Litla ferðaskrifstofan sem gat

  03/12/2012No Comments

Það er ekki að hverjum degi sem Frónbúum gefst tækifæri til að leggja leið sína þráðbeint til Egyptalands og sóla sig í ræmur á einni allra vinsælustu strönd þess ágæta lands eða taka dolce vita pakkann og sigla um Níl með rauðvín um hönd.

Lítil ferðaskrifstofa á Akureyri býður nú eðalfína páskaferð til Egyptalands í beinu flugi.

Slíkt tækifæri gefst reyndar yfirleitt alls ekki héðan og því verður að standa upp og klappa lof í lófa til handa þeim er hafa ástríðu til að bjóða Íslendingum upp á eitthvað nýtt og ferskt.

Ekki þarf að koma á óvart að sá sem slíkt býður er ekki gerilsneydd risaferðaskrifstofa heldur lítið batterí norður á Akureyri. Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic á Akureyri á sök á þessu en þar bjóða menn ferð um páskana 2013 og er bæði í boði að fljúga frá Akureyri og Keflavík.

Aukinheldur geta viðskiptavinir ráðið för sinni nokkuð sjálfir og valið um sólar- og sundpakka við Hurghada við Rauðahaf ellegar haldið til Kaíró ellegar siglt ljúflega um Níl.

Allir þrír kostir eru snilldin ein jafnvel þó órói sé af og til í Kaíró þá beinist reiði fólks ekki að ferðafólki og nánast engum sögum fer af vandræðum erlendra ferðalanga í borginni undanfarin misseri. Í öllu falli er leiðsögumaður með í för svo enginn þarf að óttast að villast eða lenda í öðru rugli.

Stór plús á litla ferðaskrifstofu frá Fararheill.

Nánar hér.