Það sem fer upp kemur niður. Það er eðlisfræði 101. Það hins vegar afskaplega óvenjulegt að eitthvað komi niður í urrandi meðvindi eins og raunin hefur verið hjá Icelandair síðustu misserin.

Eitt stykki bréf í Icelandair er nú komið niður í rúmar sex krónur. Það er BUY að okkar mati hér 🙂
Fengum óvænt skeyti frá innlendu fjárfestingarfyrirtæki í síðustu viku. Þar okkur þakkað fyrir góðar og aðrar upplýsingar um ferðaþjónustufyrirtæki en finnast heilt yfir hjá fjölmiðlum landsins.
Það kom á óvart enda við hér yfirleitt ekki verið að spara spörkin í rassa fjárfesta enda margir þeirra úti á þekju sem oft veldur því að almenningi blæðir því það eru fagfjárfestar sem sjá um að festa fé almennings í hinum og þessum fyrirtækjunum. Þess vegna hafa lífeyrissjóðir landsins tapað tugmilljöðrum króna á bréfum sínum í Icelandair síðustu mánuðina og ár.
Ekki þarf að fjölyrða um hlutabréfamartröð Icelandair undanfarna mánuði. Gengi bréfa í flugfélaginu þennan daginn er komið niður í sex krónur og 65 aura og hefur ekki verið lægra síðan í maímánuði árið 2012.
En nú telur ritstjórn Fararheill að gáfulegt sé að festa fé í bréfum Icelandair. Fyrir því höfum við þessar ástæður:
- Búið er að henda Björgólfi Jóhannssyni fyrir róða. Handónýtur skítaplebbi.
- Einn og hálfur mánuður síðan Björgólfur tók pokann sinn sem forstjóri og afar óeðlilegt ef flugfélagið ræður ekki nýjan ferskan mann í stjórastólinn á næstu dögum eða vikum. Það mun hafa jákvæð áhrif á hlutabréfagengið ef viðkomandi er treyst og með bein í nefi.
- Flugfélagið hefur nú náð samkeppnisforskoti á Wow Air nú þegar það síðarnefnda berst í bökkum og ekki alveg útséð um að Mogensen og hans fólk dragi ekki enn frekar úr framboði flugferða. Þotueldsneyti er jú ekkert að fara að lækka neitt og ólíkt Icelandair er Wow Air ekki varið á neinn hátt fyrir hækkunum.
- Icelandair er að húrra inn nýjum Boeing vélum og ekki veitir af enda flestar rellur flugfélagsins framleiddar um svipað leyti og T-Rex rölti um jörðina.
- Flugfélagið er að flengja staffið og ekki veitir af. Starfsfólk Icelandair mjög vel launað í alþjóðlegum samanburði en samt fær þjónustan slæma einkunn á flestum einkunnamiðlum. Góð laun á fólk aðeins að fá ef það leggur sig fram í starfi.
- Flugfélagið búið að ráða Eista og Indverja til að sinna bókhaldinu og þjónustudeildinni. Það er algjör hörmung reyndar en víst sparar það flugfélaginu 40 prósent hið minnsta. Það þýðir flottari tölur í næstu atrennu.
- Síðast en ekki síst þá er Icelandair Group að selja öll hótel sín og losa sig við alla hliðarstarfsemi. Fregnir af þeim vettvangi ættu að berast á næstu dögum og vikum ef allt er með felldu. Slíkt mun hækka bréfin um leið.
Ekki svo að skilja að ekki sé hægt að gera helling í viðbót til að koma flugfélaginu á réttan kjöl en það er ekkert sem þeir milljarðamæringar sem fyrirtækinu stjórna geta hugsað sér. En fyrirtækið á fullt af seðlum á bankabókinni, er að losa fullt af eignum og að fljúga vélum þar sem ekki er tyggjóklessa í sætinu frá árinu 1996.
Það getur bara ekki versnað og það er tækifæri fyrir fjárfesta 🙂







