Ritstjórn Fararheill.is hefur gegnum tíðina mjög fagnað tilkomu ferðaleitarvéla á netinu enda létta þær ferðafólki róðurinn mjög að finna hagstæðustu fargjöld á flugi, gistingu og bílaleigum erlendis.
En nú kemur í ljós að þær eru að vissu leyti takmarkaðar því engin fjögurra flugleitarvéla finnur ódýrasta fargjaldið milli Keflavíkur og Parísar næsta sumarið.
Skýrði Fararheill.is frá því í vikunni að flugfélagið Transavia byði flug milli Keflavíkur og Parísar næsta sumarið og að lægstu fargjöld þeirra væru undir því sem gerist hjá Icelandair sem verið einokunaraðili á þeirri flugleið. Hefur mátt finna undanfarna viku þau fargjöld á vef Transavia.
Þó finnast þessi fargjöld ekki hjá fjórum vinsælum flugleitarvélum; Dohop, Kayak, Momondo né Expedia. Er Icelandair með lægsta verð á þessari leið í júní næstkomandi þrátt fyrir að fargjald Transavia sé stöku daga fimm til sjö þúsund krónum ódýrara en hjá Icelandair. Finnst reyndar flug með Transavia alls ekki þó reyndar komi fram á vef Momondo að flugfélagið bjóði ferðir milli Keflavíkur og Parísar.
Er þetta miður því upplýsingar eru grundvöllur samkeppni og hætt við að fólk hætti að brúka slíkar flugleitarvélar ef ekki finnast alltaf allra bestu kjörin í flugi.