Tíðindi

Kynlífsfíkill í skugga Pinatubo

  29/02/2012janúar 9th, 2015No Comments

Allir eldri en tvívetur muna eftir hinum vægast sagt litríka körfuknattleiksmanni Dennis Rodman sem lék við afskaplega misjafnan orðstír í hinni bandarísku NBA deild. Dennis féll þar ekki langt frá eikinni því karl faðir hans er jafnvel enn litríkari. Sá er sjálfskipaður kynlífsfíkill sem lifir á að selja mislita hamborgara í kofaræksni í skugga fjallsins Pinatubo á Filippseyjum.

Karlinn, Philander Rodman, fann blaðamaður vefmiðilsins Slate fyrir tilviljun á ferð sinni um landið en þar steikir karlinn hamborgara fyrir gesti og gangandi. Hamborgara sem fá falleinkunn bæði fyrir bragð og lit því fyrirmyndin er hárið á hinum fræga syni hans.

Stórskemmtilegt er að lesa grein Slate um karlinn sem fyrir utan að steikja borgara lifir fyrir kynlíf og enginn skortur er á kynlífslýsingum í ævisögunni sem herra Rodman skrifar í hjáverkum.

Hamborgarastaðurinn finnst í borginni Angeles sem var einn þeirra staða sem illa varð úti þega Pinotubo fjallið gaus 1991. Urðu 60 þúsund íbúar að flýja heimili sín í borginni.

Filipsseyjar hafa síðustu árin komist á kort sífellt fleiri ferðalanga. Náttúra landsins er stórkostleg og veðurfarið á vel við fölbleika vesturlandabúa.

Fallegt stöðuvatn fyllir nú gíg Pinotubo fjalls á eynni Luzon sem er hluti af eyjunum sem mynda Filippseyjar en fjallið er talið virkt og heimamenn því viðbúnir að það gjósi einn góðan veðurdag að nýju.


View Pinotubo fjall á Filippseyjum in a larger map