Skip to main content

Allir Íslendingar yfir þrítugu ættu að munu mætavel eftir Kulusuk enda voru ekki lesnar veðurfréttir hér áður fyrr nema það byggðalag á Grænlandi kæmi við sögu. Hætt er við að margir ættu þó í erfiðleikum að benda á staðinn á korti og kemur það enn fleirum grænlenskt fyrir sjónir að Kulusuk er eyja.

Hér búa ekki nema rúmlega 300 íbúar en þrátt fyrir það er hér eini alþjóðaflugvöllur landsins, Mittarfik Kulusuk, en sveitalyktina leggur af öllu hér. Þó er kaffitería á staðnum og ein lítil verslun með tollfrjálsan varning í flugstöðinni.

Bærinn sjálfur er í 30 mínútna göngufæri frá vellinum en flestir gestir stoppa ekki þar heldur láta selflytja sig með þyrlu til nágrannabæjarins Tasiilaq. Þeir sem þó láta sig hafa það finna kyrrlátt þorp þar sem heimamenn hafa ekki látið síaukinn fjölda ferðamanna hafa áhrif á fábreytt líf sitt. Veiðar skipta hér enn meginmáli í lífi heimamanna.

Aðeins eitt hótel er að finna í bænum og því vissara að panta gistingu þar með fyrirvara yfir sumarmánuðina. Fyrir utan heillandi kyrrð og tiltölulega yndislegt líf bæjarbúa er ekki mikið fyrir augað en göngur, bátsferðir, þyrluflug, hundasleðaferðir og annað slíkt er auðvelt að finna ef leiði sækir að.

View Larger Map