Skip to main content

Við höfum áður greint frá stigvaxandi andúð heimamanna á mörgum vinsælum ferðamannastöðum í Evrópu og háværum kröfum íbúa um aðgerðir. Barcelóna þekktasta dæmið, Mallorca ekki síður, svo ekki sé minnst á Feneyjar, Berlín, Caprí eða Róm svo fáir staðir séu nefndir. Króatar ekki síður fúlir með yfirgengilegheit ferðamanna.

Breskir túristar gera allt vitlaust í Hvar og nú hefur borgarstjórinn gripið til aðgerða.

Eyjan Hvar við Adríahaf er einn allra vinsælasti áfangastaður Króatíu og þangað orðið algjör sprenging í fjölda ferðamanna á skömmum tíma. Aðeins eru tæp fimmtán ár síðan hending var að sjá erlenda ferðamenn sprikla um eyjuna og samnefndan bæ en árið 2016 dvöldu hvorki fleiri né færri en tvær milljónir þeirra dag eða lengur á eynni samkvæmt tölum ferðamálastofu Króatíu.

Illu heilli eru það Bretar sem þangað sækja hvað mest og verstu sögurnar fara af. Enda virðist það nánast lögmál að þeir margir ganga um borgir og bæi erlendis eins og um ruslahaug sé að ræða. Þeir virðast svo bældir heimavið að allt má flakka þegar skoppast er erlendis.

Gefum borgarstjóra Hvar orðið til að varpa ljósi á vandamálið: „Þær æla á götum og torgum án þess að blikka auga, míga um allar trissur, labba um berir að ofan og margir þeirra hálfmeðvitundarlausir af drykkju.“

Og borgarstjórinn er ekkert að bíða eftir misvitrum þingmönnum til að ákveða eitt né neitt. Karl hefur ákveðið að eftirleiðis verða háar fjársektir við alls kyns óspektum og rugli á götum Hvar. Og við ekki að tala um neitt klink í því sambandi. Karlmenn sem spássera um berir að ofan njóta þess heiðurs að greiða borginni 85 þúsund krónur ef til þeirra næst. Drykkjuskapur á almannafæri færir borgarsjóði Hvar líka dágóðar fúlgur. Það kostar túristann litlar 98 þúsund krónur og liggur fangelsi við ef sektin er ekki greidd á staðnum.

Kannski til eftirbreytni fyrir íslensk bæjarfélög til að fá seðla í kassann…