Í Prenzlauer Berg í Berlín er að finna það sem við köllum Múrgarðinn, Mauer Park, og er einn af vinsælli görðum þessarar frábæru borgar meðal yngra fólks. Þar geta allir sem vilja og þora stigið á stokk og sungið karókí fyrir framan þúsundir.

Hver og hver og þorir...

Hver og hver og þorir…

Ein úr ritstjórn prófaði þetta fyrir þremur sumrum síðan en slíkt er mögulegt flestar helgar og er frítt en framlög vel þegin því um einkaframtak eins manns er að ræða. Þetta kalla heimamenn að opna sinn innri „Rampensau” en hugmyndin er fyrst og fremst að hafa gaman en ekki berjast um hvað bestan sönginn.

Skemmst er frá að segja að hjartslátturinn var slíkur að hann mældist á skjálftamælum í Nuuk en engu að síður fengu hlustendur misgóðan íslenskan söng beint í æð um stundarkorn og klapp gaf til kynna að útkoman hefði ekki verið algjörlega fráleit.

Í Múrgarði þarf reyndar ekkert karókí til að finna stemmningu. Hér fer fram risamarkaður um helgar á sumrin þegar hver sem betur getur mætir og selur allt milli himins og jarðar. Töluvert af forvitnilegum hlutum að finna hér alla jafna og hér alltaf mikið mannlíf.

Eitt af því fjölmarga sem þú getur forvitnast meira um á vegvísi Fararheill um Berlín.


View Múrgarður í Berlín in a larger map