Skip to main content

C hanel, YSL, Pierre Cardin, Louis Vuitton, Dior. Listinn er langur yfir fræga tískuhönnuði sem eiga rætur sínar að rekja til Parísar og sköpuðu borginni nafnið tískuborg heimsins með tíð og tíma. Allt þetta er nú hægt að kynna sér í þaula.

Göngutúr um París aldrei slæm hugmynd og enn síður þegar stoppað er hjá Coco Chanel. Mynd Shutter Runner

Göngutúr um París aldrei slæm hugmynd og enn síður þegar stoppað er hjá Coco Chanel. Mynd Shutter Runner

Ok, kannski ekki þaula en í það minnsta á æði skemmtilegan hátt í einum þriggja klukkustunda göngutúr. Tíska og tískustraumar í París er ein þeirra kynnis- og gönguferða sem í boði er hjá ferðaskrifstofunni Context og fær frábæra dóma þeirra sem prófað hafa.

Þar er strikið tekið um þá staði í miðborginni sem tengjast tískusögunni og auðvitað nokkrar vel valdar verslanir á þeim lista ekki síður en fræg eldri hönnunarhús tískufrömuða á borð við Coco Chanel og Jacques Ducet.

Eðalfín leið fyrir áhugasama að eyða þremur klukkustundum og verða öllu vísari um hvernig París kom tísku á kortið og hvernig borgin hefur haldið titlinum tískuborg alla tíð síðan.

Nánar um túrinn hér.