Skip to main content

H vort myndir þú greiða 2.500 krónur eða 350 krónur fyrir túr með hoppa á/hoppa af útsýnisvagni í erlendri stórborg?

Í Berlín kunna borgaryfirvöld að bjóða þjónustu

Í Berlín kunna borgaryfirvöld að bjóða þjónustu

Jamm, þetta er heimskulega spurt. Engu að síður eyðir fjöldi ferðalanga í Berlín 2.700 krónunum sínum þegar 370 myndu nægja. En til að vita það þarf að lesa Fararheill.is

Í Berlín er málum nefninlega svo háttað að þar rekur borgin sjálf sérstaka túristavagna eins og slíkir eru oft nefndir. Vagn 100 fer um alla markverðustu staði Berlínar og í hann kostar aðeins hefðbundið strætisvagnafargjald sem nú stendur í 370 krónum eða svo.

Reyndar dugar sá miði aðeins í tvær klukkustundir í senn og því skammt ætli fólk víða. Þá er engu að síður hægt að kaupa sér dagsmiða en verð á slíkum nú um stundir er rétt tæpar 900 krónur. Ennþá mun ódýrara en með einkareknum túristavögnum sem einnig rúnta hér svipaðar leiðir og vagn 100 og hvers hálfs dags miði kostar 2.700 krónur.

Eitt ráð af mörgum sem kynna má sér nánar í vegvísi Fararheill um Berlín hér.

Leiðakerfi vagns 100:

♥  Alexanderplatz  ♥  Sjónvarpsturninn  ♥  Safnaeyjan  ♥  Brandenborgarhliðið  ♥  Ríkisþinghúsið  ♥  Heimsmenningarhúsið  ♥  Bellevue höllin  ♥  Sigursúlan  ♥  Kurfürstendamm  ♥  Minningarkirkjan  ♥  KaDeWe  ♥  Dýragarðurinn