Skip to main content

S tjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að loka alfarið fyrir siglingar skemmtiferðaskipa til og frá landinu í það minnsta til febrúar á næsta ári.

Engir svona dallar kringum Kanada þetta árið. Mynd Caribbean

Kanadamenn taka Kófið alvarlegar en margir aðrir og sökum þess munu engin skemmtiferðaskip sem taka fleiri en 100 farþega sigla um þeirra landhelgina þetta árið að minnsta kosti. Bannið mögulega framlengt frekar ef ekki hefur tekist að koma festum á Covid-sýkingar fram að þeim tíma.

Þetta hefur miklar afleiðingar fyrir marga aðra en Kanadamenn. Ekki verður mögulegt að heimsækja Alaska frá Bandaríkjunum svo dæmi sé tekið en Bandaríkjamenn sjálfir hafa takmarkað umferð skemmtiferðaskipa að minnsta kosti fram á síðsumar.