Tíðindi

Ítalía mest og best meðal ferðalanga

  05/10/2009janúar 12th, 2014No Comments

Ferðamálayfirvöld á Ítalíu hafa ábyggilega skálað hressilega í rammítölsku spumante freyðivíni síðustu dagana þvi þar á bæ hefur sannarlega verið tilefni til fagnaðar. Ítalía hefur nefninlega undanfarna daga hlotið tvenn virt verðlaun á sviði ferðamennsku.

Vart er mánuður liðinn síðan Ítalía hlaut Traveller Travel Award frá tímaritinu Condé Nast Traveller sem skemmtilegast land heims en Condé Nast tímaritið er rólexinn hvað slík tímarit snertir.

Í vikunni bættust svo önnur ekki síðri verðlaun við þegar Ítalía vann sæmdarheitið Besta landið í Evrópu til lengri ferðalaga í samkeppni Ferðatímarits Sunday Times í Bretlandi. Þykir sú upphefð extra merkileg fyrir þær sakir að lesendur blaðsins þurfa að fylla út heljarinnar spurningalista til að taka þátt og þykir því vel mark takandi á könnuninni. Hefur það og sýnt sig að breskum ferðamönnum hefur fjölgað talsvert á þeim stöðum árlega sem verðlaun þessi hljóta.

Annað merkilegt í könnun Sunday Times:

 • Ryanair fékk flest mínusatkvæði allra lágfargjaldaflugfélaga fyrir dapra þjónustu og hroka.
  Matsalur besta hótels Evrópu að mati lesenda Sunday Times; Four Seasons George V. Mynd Ulterior Epicur.

  Matsalur besta hótels Evrópu að mati lesenda Sunday Times; Four Seasons George V. Mynd Ulterior Epicur.

 • Travelodge hótelkeðjan fékk botneinkunn fyrir áberandi slaka almenna þjónustu og leiðinleg hótel.
 • Besta hótelið í Evrópu þótti vera Four Seasons George V í París.
 • Mestu vonbrigði varðandi hótel þótti vera á Bahamas eyjum og í Bangkok í Tælandi. Óþrifnaður og niðurníðsla.
 • Besta ferðaskrifstofan fyrir styttri ferðir var valin Cresta holidays
 • Besta almenna ferðaskrifstofan þótti vera Kuoni.
 • Besta borgarfrí í Englandi var í London með Edinborg rétt á eftir.
 • Besta borgarferðin út fyrir landsteinanna þótti vera París.
 • Besta landið til lengri heimsókna var Bandaríkin með Tælandi og Ástralíu þar á eftir.