Tíðindi

Icelandair sýnir farþegum lítilsvirðingu

  22/03/2010maí 17th, 2014No Comments

Lítið virðist breytast eftir bankahrunið þrátt fyrir fögur orð. Nú reynir Icelandair að koma sér hjá því að greiða farþegum sínum sem orðið hafa strandaglópar vegna verkfalls flugvirkja Icelandair það sem þeim ber.

Lætur talsmaður fyrirtækisins hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag að Icelandair eigi engan kostnað að greiða vegna þessa en samkvæmt reglum í Evrópu á fyrirtækið einmitt að greiða mat og gistingu meðan tafirnar standa yfir. Liggur það ljóst fyrir og hafa bæði Flugmálastofnun og Neytendasamtökin sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa.

Kemur skýrt fram þar að enginn vafi leiki á ábyrgð Icelandair í þessu máli. Það eru þeirra flugvirkjar sem eru í verkfalli og valda töfum og tapi farþega.