Novigrad er lítill bær við mynni Myrnu árinnar og hefur yfir sama yndislega smábæjarsjarmanum og aðrir bæir á þessum slóðum í Istría héraði. Hér er ferðamennska vissulega að ágerast með viðeigandi auknum fjölda póstkortasala og hótela en sú þróun er það hæg að ekki hefur það breytt stíl bæjarbúa sem enn starfa flestir við útgerð og taka lífinu með þeirri ró sem lífið á skilið.

Novograd var upphaflega grísk nýlenda en féll síðar í hendur Tyrkja og enn síðar Rómverja. Enn eimir eftir af minjum frá fyrri öldum ef grannt er skoðað. Mörg húsanna við miðbæjartorgið eru fagurlega skreytt frá fornu fari og hér er ágætt safn sem hefur einnig að geyma sögu og minjar frá þessum tímum.