Dabbadona! Þig iðar í skinni að yfirgefa klakann og fyrsta stopp er vefur Icelandair. En þar á bæ eru menn fastir í 1999 og upplýsingar eitthvað ofan á brauð.

Ekkert verð í fljótu bragði fyrir neitt flug samkvæmt leit á vef Icelandair í febrúar, mars.
Hreint maklaust að heimsækja vef Icelandair þessi dægrin.
Þú leitar að flugi næstu misseri og undantekningarlítið kemur þessi mynd upp (sjá til hliðar.)
Þar stendur: „veldu þennan brottfarardag og sjáðu verð sem miðast við heimferðardag næstu þrjár vikurnar.”
Jamm og jæja…

Google Flight finnur hins vegar verð fyrir hvert einasta flug tæpt ár fram í tímann… Skjáskot
Tæknideild Icelandair greinilega að vinna á Sinclair Spectrum fyrst ekki er mögulegt að sýna verð hvern einasta dag.
Og fyrst hið íslenska einkarekna-lífeyrissjóðsfyrirtæki býður ekki betri þjónustu en það er þjóðráð að drífa sig yfir á Google Flight.
Ólíkt Icelandair, hvers upplýsingar um verð á flugi virðast hernaðarleyndarmál, er Google slétt sama um leyndarmál. Þar fást barasta allar upplýsingar um allar flugferðir Icelandair og annarra flugfélaga. Sama hversu mikið flugfélögin vilja halda hlutunum leyndum.
Líklega er tæknideild Icelandair ekki að vinna á Sinclair Spectrum. Öllu frekar, sem fyrr, að flugfélagið vill að þú hafir fyrir hlutunum. Eins og flug með Icelandair sé eitthvað stórkostlega spennandi stöff.
Sem það er ekki.







