Y fir átta milljarðar fólks á þessum bláa hnetti. 6,9 milljarðar þeirra eru líklega betri að kenna spænsku en knattspyrnugoðið og kvikmyndastjarnan Vinny Jones. Sem þó reynir.
Það má Vinny eiga að hann gefst nú aldrei upp jafnvel þó hæfileikarnir séu af skornum skammti. Hann náði samt frama í enska boltanum og er þokkalega nothæfur sem krimmi í hinum ýmsu Hollywood kvikmyndum. Og ef draumurinn er að tala eins hörmulega spænsku og hægt er þá er Vinny líka maðurinn.
Að gamni slepptu er ný auglýsing að vekja eftirtekt en þar rennur Vinny félagi yfir nokkrar bráðnauðsynlegar línur áður en haldið er til Spánar. Línur eins og „Hola cielo, cómo te va?“ sem gróflega gæti útleggst sem „hey megadúlla, hvernig hefurðu það.“