M argt frábært er hægt að segja um hina katalónsku Barcelóna nema kannski að hún sé afslappandi. Það er hún einfaldlega ekki sökum mannfjölda, misyndismanna, bílaumferðar, hávaða og áreitni. En það er kannski ein leið til að lágmarka þessi stressandi áhrif á þvælingi hér. Með því að hjóla um borgina.

Ok, þessi kannski að misskilja hlutina aðeins. Breytir ekki því að Barcelona er dásamleg hjólaborg. Mynd derekb

Ok, þessir kannski að misskilja hlutina aðeins. Breytir ekki því að Barcelona er dásamleg hjólaborg. Mynd derekb

Það kann að hljóma mótsagnakennt enda verða hjólreiðamenn væntanlega fyrir svipuðu áreiti og aðrir eða hvað?

Jú, að hluta til en hjólreiðafólk kemst líka um allar þessar yndislegu þröngu og sérstöku götur Barcelóna sem bíleigendur komast ekki um. Þeir geta óhræddir lagt hjólunum víða enda sérstök hjólastæði alls staðar. Og hjólreiðafólk getur meira að segja fengið sér drykk eða tvo án þess að óttast lögregluna.

Ofangreint á auðvitað aðallega við um miðborgina en vegur hjólreiðamanna fer vaxandi um leið og komið er aðeins út fyrir Plaza Catalunya, La Rambla og Plaza España. Þá er sáraeinfalt að hjóla milli helstu staða og það á þeim hraða sem hentar. Slíkt hefur líka þau áhrif stundum að fólk lendir í götum sem luma á einhverju skemmtilegu sem ekki verður lesið um í ferðahandbókum.

Víst hafa einhverjir Íslendingar prófað að grípa Bicing-hjólin sem standa oft í röðum á ýmsum stöðum í Barcelóna. Þau eru ætluð almenningi til afnota en aðeins þeim er hér eru búsettir. Það má því lengi reyna árangurslaust að leigja svoleiðis hjólatík.

Betri leið er að senda þeim félögum hjá Bikerentalbarcelona.com póst og panta hjól nokkrar klukkustundir eða dag. Það er alls ekki eina hjólaleiga borgarinnar en Fararheill hefur prófað þjónustuna og verð er afar sanngjarnt eins og sjá má á vef þeirra. Í ofanálag koma þeir með hjólið til þín á gististað sé þess óskað. Fyrirtaks þjónusta og fyrirtaks hugmynd.