Skip to main content

Þ að er ekki á allra færi að hoppa upp í bastkörfu og svífa svo hægt og rólega hátt upp í loft meðan hitastigið lækkar og lækkar. En mikið óskaplega er það skemmtilegt fyrir þá sem þora.

Heljarinnar gaman að prófa þetta eins og einu sinni. Mynd Dante Reinert

Heljarinnar gaman að prófa þetta eins og einu sinni. Mynd Dante Reinert

Ekki er langt síðan ritstjórn gafst færi að prófa loftbelgjaflug skammt frá borginni Portsmouth á suðurströnd Englands.

Þar var um boðsferð að ræða af hálfu fyrirtækisins Virgin. Það þekktara fyrir hljómplötur, flugfélag og geimflug hér heima en fyrirtækið rekur einnig sérstakt loftbelgjafyrirtæki sem býður flug frá ýmsum stöðum í Bretlandi. Þeir ekki þeir einu sem það bjóða í því landi þó. Upplýsingar um slík fyrirtæki má fá á öllum ferðamannamiðstöðvum.

Túrinn tekur 60 mínútur alls og það fer auðvitað aðeins eftir veðri og vindum hvert leiðin liggur í hvert sinn. Ekki var alveg laust við lofthræðslu þegar hátt var komið en hún vék fljótt fyrir stórfenglegu útsýni og klukkustundin leið mun hraðar en klukkustundir gera almennt. Farið var upp í 800 metra hæð í þessu tilviki en það líka misjafnt eftir aðstæðum. Fullur vilji var til að fara aftur um leið og lent var á ný.

Loftbelgjaflugið er í boði vor, sumar og haust en ekki yfir háveturinn eðli málsins samkvæmt og kostar frá 14 til 28 þúsund krónum á mann eftir staðsetningu. Sérdeilis fín leið til að breyta til á næsta ferðalagi. Taka inn stóru myndina svona eins og einu sinni 😉

Allt um málið hér.