Miðað við auglýsingar sem við fáum reglulega í pósthólfið okkar er ferðaskrifstofan GB ferðir ekki horfin í gleymskunnar dá. Fyrirtækið að auglýsa skíðaferðir eins og kóróna hafi aldrei verið neitt neitt. Gott mál en sem endranær vantar töluvert á fagmennskuna.

Aldrei skal læra neitt…
Tökum hatt og trefil ofan fyrir innlendum ferðaskrifstofum sem reyna sitt besta þó kóróna sé að gera usla á heimsvísu. Svona svipað flókið og bjóða upp á fóstureyðingar í Belfast eða Louisiana.
GB ferðir vill endilega fá landann á skíði til Andermatt í Sviss í byrjun næsta árs. Ekkert að því. Gott skíðafrí einmitt það sem marga dreymir um.
En betur má ef duga skal. Byrjum á arfaslakri fyrirsögninni:
A) ‚Kórónaðu skíðafríið!” Kannski mjög fyndið á skrifstofunni en ekkert minna en viðbjóðslegt orðalag með tilliti til þess að tæplega 30 Íslendingar hafa LÁTIÐ LÍFIÐ vegna Kófsins nú þegar og hartnær milljón manns um veröld alla. Sýna smá virðingu takk 🙁

Auglýsing GB ferða. Skjáskot
Svo kemur þetta:
B) „Við ætlum að bjóða 20.000 afslátt á mann á öllum skíðaferðum til Andermatt í Sviss í vetur. Tilboðið gildir fyrir þá sem geta framvísað vottorði um að viðkomandi hafi ÞEGAR FENGIÐ COVID19, eða ÞURFT AÐ FARA Í SÓTTKVÍ á árinu.”
Hmmm!
Drjúgur afsláttur ef þú hefur SÝKST af alvarlegum sjúkdómi? Og til að forðast misskilning þá þarf enginn að fara í sóttkví sem ekki hefur sýkst þó auglýsingin gefi annað í skyn.
En hvað ef ég hef sýkst en eiginkonan og börnin ekki? Er það bara ég sem fæ afslátt?
Jú, annað verður ekki ráðið af auglýsingu GB ferða. Þar ekki aukatekið orð um fólk sem er heilbrigt.
Heilbrigða fólkið, er nota bene kannski fólkið sem ÆTTI að fá afslátt, en ekki hinir fáu sem hafa veikst. Það er nefninlega svo að þú sýkist auðveldar ef þú ert með undirliggjandi sjúkdóm. Fyrir utan þá staðreynd að fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að það fólk sem hefur fengið sjúkdóminn er ekkert minna líklegt til að veikjast aftur en þeir sem aldrei hafa veikst.
Væri ágætt að vita hvað Neytendastofu þykir til um drjúg afsláttarkjör fyrir þá sjúku umfram þá heilbrigðu. Hundrað prósent brot á mannréttindum ef einhver spyr okkur hér.
Endilega leitið til fagaðila eftir skíðaferðum þennan veturinn 😉 Nokkuð sem starfsfólk GB ferða er ekki.