Tíðindi

Icelandair blæs til sóknar

  27/08/2012apríl 28th, 2014No Comments

Flugfélagið Icelandair mun fljúga þráðbeint til þriggja nýrra áfangastaða á næsta ári. Er það veruleg fjölgun ferða milli ára og þar með eykst úrvalið fyrir ferðaglaða Frónbúa.

Kynnir flugfélagið staðina þrjá formlega í dag en það eru Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, Zurich í Sviss og St. Pétursborg í Rússlandi. Aldrei áður hefur verið í boði beint flug til Anchorage eða St.Pétursborgar en Wow Air hefur boðið flug til Zurich í sumar.

Í öllu falli eru þessar fréttir frábærar í alla staði jafnvel þó Icelandair sé með hugann við traffík til Íslands eða um Ísland fremur en að bjóða Íslendingum sérstaklega nýja áfangastaði. Við njótum þess engu að síður.

Skyldumæting er fyrir ferðaþyrsta að eyða nokkrum dögum í St. Pétursborg í Rússlandi sem er stórmerkileg sögunnar vegna en ekki síður þar sem stór hluti borgarinnar er í raun bara safn.

Anchorage í Alaska kann að freista veiðimanna og náttúruunnenda hérlendis enda þar eðal veiðilendur og náttúran vart síðri en á okkar ástkæra.

Þó gefst þaðan færi á ferðum áfram til Asíu eða til funheitra staða á borð við Hawaii eyja eða Mexíkó en Alaska Airlines fljúga frá Anchorage til ýmissa staða á báðum stöðum.

Heimasíða Icelandair hér.