Hmmm. Fjórar milljónir króna plús Toyota Prius í bílskúrnum. Það er hið eina sem danskir lögfræðingar hafa fundið í þrotabúi flugfélags Andra Más Ingólfssonar; Primera Air.

Markaðsmaður ársins á Íslandi virðist hafa flúið frá borði Primera Air með allt niðrum sig en veskið fullt af seðlum. Skjáskot
Enn hefur okkur vitandi engin lögreglurannsókn hafist á óvæntu gjaldþroti Primera Air í byrjun þessa mánaðar. Hvorki í Litháen né Danmörku þaðan sem Primera Air gerði út. En ætli það sé ekki ástæða til með tilliti til þess að flugfélagið seldi ferðir og tók peninga af fólki fram til miðnættis daginn fyrir gjaldþrotið plús það að eigandinn, Andri Már Ingólfsson, keypti tonn af ferðaskrifstofum sísona sólarhring seinna eða svo.
Tap þeirra sem lögðu Primera Air lið fjárhagslega verður hið minnsta SAUTJÁN MILLJARÐAR króna samkvæmt fréttum dagsins. Þar aðeins taldir opinberir aðilar eða fyrirtæki en gera má ráð fyrir að bæði starfsfólk Primera Air og ekki síður tugþúsundir sem voru strand á ferðalögum með flugfélaginu eigi líka inni hundruð milljóna hið minnsta.
Hætt við að lögregluyfirvöld í velflestum ríkjum heims myndu bregðast fljótt og skjótt við ef ræningjar hirtu sautján milljarða úr hirslum banka einn góðan veðurdag. En sem fyrr er það ekki hið sama og svindla sautján milljarða frá öðrum. Feitur munur á þessu samkvæmt bókum lögreglu.
Ekki gleyma að Andri Már á enn og rekur ferðaskrifstofuna Heimsferðir. Þjóðráð að sleppa öllum viðskiptum við þá skrifstofu…







