Írska flugfélagið Ryanair er þessi dægrin að slá duglega af fargjöldum sínum frá mörgum helstu flugvöllum Spánar til ýmissa spennandi staða í Marokkó. Eða hvernig hljómar flug fram og aftur, án farangurs, fyrir heilar 3.800 krónur?

Það er nánast auðveldara en anda að flakka yfir til Marokkó frá Spáni og það fyrir hlægilegar upphæðir.
Kjörleið til að stytta stundirnar á Spáni og heimsækja eitt mest spennandi land Afríku án þess að þurfa að grípa alltof langt niður í veskið. Flugfélagið raunverulega að bjóða fargjöld út og aftur til Spánar niður í 3.800 krónur frá Barselóna, Madríd og Sevilla til staða á borð við Tangier, Fez og Rabat.
Enginn þarf að örvænta ef töskudrusla þarf að vera með í för. Þá kostar flugið, fram og aftur, allt niður í tólf þúsund krónur per mann. Úhhh, hversu óskandi væri að Ryanair sæi um innanlandsflug á Íslandi…
Sakar ekki að skoða fyrir ferðaglaða. Flugtíminn aðeins ein og hálf klukkustund eða svo hvora leið og þú komin til nýs og forvitnilegs lands og það í allt annarri heimsálfu líka.