Tíðindi

Hundrað þúsund kall til Kína

  24/10/2011desember 6th, 2014No Comments

Rúmur sólarhringur er nú til stefnu hafi fólk áhuga að fljúga frá Keflavík til Peking í Kína fyrir hundrað þúsund krónur.

Er það SAS, Scandinavian Airlines, sem þetta bjóða auk ýmissa sértilboða til borga í Skandinavíu en þau tilboð eru velflest áþekkt eða verri en það sem Icelandair og Iceland Express bjóða ef frá er talið úrvalið.

En hvorugt þeirra býður nokkur tilboð til Peking í Kína og þaðan af síður á 101 þúsund krónur sem verður að teljast með því betra.

Ekki mikið síðra er flug fram og tilbaka til Tokíó í Japan á 103 þúsund krónur. Þessar ferðir er hægt að fara frá 15. nóvember til 30. júní á næsta ári en jóla- og páskatíminn þó frátalinn.

Meira um tilboð SAS hér.