Lággjaldaflugfélagið Ryanair íhugar að láta farþega sína greiða fyrir hverja klósettferð um borð í vélum þess en fyrirtækið er frægt fyrir að auglýsa ódýr eða ókeypis flug en tekur aukalega gjöld fyrir nánast allt annað.
Þannig er til að mynda ekki ókeypis að taka tösku með sér í flugið. Greiða þarf sérstaklega fyrir það og ekkert um borð er frítt nema klósettin enn sem komið er.
Forstjóri fyrirtækisins segir hönnuði Boeing nú hanna klósetthurðir sem aðeins opnast sé kreditkorti rennt gegnum lítinn posa við lítinn fögnuð hugsanlegra farþega.
Guð hjálpi þeim sem fá synjun á kortið.






