S á sem keypti bréf í Icelandair í hlutabréfaútboði flugfélagsins síðastliðið haust á genginu einn og seldi bréfið aftur þann 8. febrúar síðastliðinn gat alveg baðað sig í freyðivíni. Virði bréfsins aukist um 84%. Þeir sem klikkuðu á því eru ekki að hagnast nein ósköp.

Hratt gengið á hlutabréfaverð Icelandair síðan í febrúar. Skjáskot

 

Hér að neðan gefur að líta gengi bréfa í Icelandair frá miðjum september á síðasta ári en það var einmitt þá sem sérstakt björgunarhlutafjárútboð flugfélagsins fór fram.

Um tíma tóku bréfin dágóðan kipp upp á við enda krónubréfin talin góð fjárfesting í flugfélagi sem átti framtíð fyrir sér. Hæst fór hvert bréf í eina krónu og áttatíu og fjóra aura þann 8. september.

Það aldeilis verið góðar fréttir fyrir sitjandi stjórn Icelandair að geta sýnt fram á slíkt hopp upp á við nú þegar stjórnarkjör í flugfélaginu stendur fyrir dyrum.

En sorrí Stína. Hvert bréf í Icelandair kostar þennan daginn krónu og 38 aura. Verðið lækkað um 33% á rétt rúmum mánuði frá toppnum í febrúar. Það þrátt fyrir að fyrirtækið hafi síðan í febrúar tilkynnt ýmsar aðgerðir til að ná betri tökum á rekstrinum. Þeir seldu restina af hótelum sínum, tóku rykfallnar Boeing Max vélar í notkun og hentu hinu fáránlega Air Iceland Connect út í hafsauga.

Með öðrum orðum; björgunaraðgerðir Icelandair eru ekki að hafa nein áhrif til hins betra á fjárfesta. Vitaskuld mun fleiri breytur í þeirri jöfnu en að þrjár veigamiklar breytingar á 30 dögum hafi lítið sem ekkert hamlað falli segir ýmislegt.

Það má heita með ólíkindum að ekki sé fleira nýtt fólk sem vill í stjórn því gengið sem nú situr og forstjórinn líka er ekki fólk sem þú vilt hafa við stjórn á einhverju stærsta fyrirtæki landsins með krumlurnar í ævisparnaði tugþúsunda Íslendinga.

Gengi bréfa Icelandair síðustu sex mánuði. Skjáskot Nasdaq

 

Gengi bréfa Icelandair frá toppnum fyrir fimm árum síðan. Gengisrýrnunin ekki nema 98 prósent og átti sér að mestu að stað fyrir Kófið. Skjáskot Nasdaq