Icelandair býður netklúbbsfélögum sínum sértilboð til Kaupmannahafnar, Seattle, Parísar og Boston. Gildir tilboðið aðeins í sólarhring.
Um er að ræða flugfar aðra leið til Kaupmannahafnar á 14.900 krónur eða 30.800 báðar leiðir. Er ferðatímabil frá 20. október til 10. desember.
Ennfremur minnir Icelandair á ferðir sínar til Seattle en þar er verðið öllu daprara. Flug og tvær nætur á hóteli kosta 86.900 krónur. Tveggja nátta ferð er allt of stutt fyrir slíka borgarferð enda flugið langt og Seattle stór. Sami ferðatími gildir.
Þá er og kynnt þriggja nátta ferð til Parísar í apríl á næsta ári. Ekki seinna vænna sennilega. Er sú ferð með leiðsögn og gengið um borgina. Verð á manninn í tvíbýli 106.900 krónur sem gerir tæpar 36 þúsund krónur hver dagur. Heldur dýrt. Ferðin er frá 22.- 25. apríl.
Að auki er sérferð með leiðsögn til Boston yfir Þakkargjörðahátíðina þegar heimamenn fylla malla af hormónafylltum kalkúnum. Vænlegra er að verslarnir í borginni hefja útsölur daginn eftir Þakkargjörðardag þann 27. nóvember en ferðin stendur yfir frá 26. nóvember til 30. nóvember. Afskaplega vinalegt að halda útsölur þremur vikum fyrir jól og til eftirbreytni fyrir verslunareigendur á Fróni. Prísinn á mann 133.900 krónur sem gerir 33.500 krónur hvern dag.