Skip to main content
H mmm! Hlutabréf í flugfélaginu Play ná nýjum lægðum fimm mínútum eftir að Bandaríkin opna dyr sínar fyrir ferðafólki. Bréfin fallið um tæp 20 prósent frá sínu hæsta gildi um miðjan júlí.

Norður og niður. Hlutabréfagengi Play síðustu vikurnar. Skjáskot

Þetta vekur spurningar hjá hugsandi fólki. Með tilliti til yfirlýsinga Play þess efnis að Bandaríkjaflug sé á döfinni ætti það að ýta undir hlutabréf í fyrirtækinu að Kaninn sé loks að opna klabbið fyrir Erlendi og félögum.

Það er þó ekki raunin hjá fjárfestum. Bréf í Play kostaði 20,6 krónur þegar elliglapur Bæden opinberaði að allt væri að opnast von bráðar fyrir erlendu ferðafólki vestanhafs. Þennan daginn lokar markaðurinn með hvert bréf Play á 20,5 krónur. Alls átján prósenta fall frá því að Play hóf að sýsla opinberlega með bréf sín.

Slæmar fréttir fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna Birtu og Lífsverk auk annarra. Eftirlaun þeirra verða aðeins lægri en ella sökum þess að forsvarsmenn þessara sjóða fjárfestu drjúgum sjóðum í bréfum Play þrátt fyrir að varla væri búið að klippa á naflastrenginn hjá fyrirtækinu og þrátt fyrir að tveir af helstu stjórnendum væru til rannsóknar skattayfirvalda fyrir svindl og svínarí.

Súpergott mál. Meðan Play er með vafasamt fólk í forsvari sem tímir ekki að greiða í vegi, menntun, heilsugæslu og almenna samfélagsþjónustu, er ekki nokkur einasta ástæða til að eiga viðskipti við þetta flugfélag. Og kannski sjá feitir fjárfestir hlutina sömu augum…