Tíðindi

Hjólaleiga Lundúnaborgar þykir misheppnuð

  21/04/2011ágúst 31st, 2015No Comments

Skammt er síðan borgaryfirvöld í London hófu að bjóða reiðhjól til leigu víðs vegar í borginni og voru þá aftarlega á merinni í þeim efnum því slíkt hefur boðist víða í Evrópu um tíu ára skeið eða svo.

En skema Bretanna þykir misheppnað mjög og sérstaklega gagnvart ferðafólki. Það helgast af því að borgarbúar sjálfir nota hjólin úr og í vinnu sem hefur í för með sér að engin hjól eru laus í miðborginni á morgnanna. Sé heppnin með og menn finni eitt slíkt er vænlegast að skila þeim aftur áður en vinnandi fólk hættir vinnu því þá fyllast hjólarekkarnir á augabragði aftur og vandræði og vesen getur verið að koma hjóli sínu fyrir.

Þá er annar galli á þessari gjöf sá að hjóli menn lengur en klukkustund er prísinn um leið kominn úr 200 krónum í tæpar 900 krónur. Taki menn þrjár klukkustundir er leigan komin í litlar þrjú þúsund krónur.

Enginn skoðar London á einni klukkustund og því nýtist þetta ferðafólki takmarkað. Er í raun vænlegra að leigja hjól af alvöru hjólaleigu ef skoða á borgina á hjóli.

Allt um hjólaleigu borgarinnar hér.