Fremsta markaðsfólkið í Litháen er líklega ekki starfi sínu vaxið. Allavega fær nýleg kynningarherferð fyrir landið hundrað prósent falleinkunn að okkar mati.

Kynningarherferðin ber nafnið G-blettur Evrópu og á að vísa til þess að hreinn unaður sé að vitna helstu mannvirki í landinu eins og meðfylgjandi myndband ber með sér.

Að líkja heimsókn til heils lands við unað kynlífs er ekki aðeins fáránlegt heldur og svik og prettir. Því hvaða heilbrigði einstaklingur fær kynferðislega örvun af því að vitna gamla byggingu eða fallegan skóg eða lágt verð í flottum verslunum?

Sjúkt ekki satt?

Að því sögðu er fjölmargt forvitnilegt í Litháen sem mun vekja undrun og eftirminnilegheit hjá gestum án þess að nokkur eðlileg manneskju tengi það við kynfærin.