S vartur föstudagur (Black Friday), Einstaklingsdagurinn (Singles Day) og Tæknimánudagurinn (Cyber Monday.) Súperfeitir afslættir, sérkjör og þjónusta eins og þú hefur aldrei fengið áður…

Allt eðlilegt punktur is

Gott og blessað fyrir það fólk sem finnst lífið innantómt ef ekki er skópar númer 89 á hillunni. Það fólk sem heldur að lífsgleði og lykillinn að lengra og heilbrigðara lífi felist í að eiga fullt af alls kyns drasli sem það notar lítið sem ekkert.

En þó þetta fólk þjáist af skertri heilastarfsemi er alls engin ástæða til að svindla á þeim og svína eins og Heimsferðir hafa gert.

Heimsferðir enn að fullu í eigu Arion banka eftir því sem við komumst næst og sú tenging gerir það skiljanlegra að svínað sé á viðskiptavinum. Eða hvenær hefur Arion, áður Kaupþing, EKKI svindlað og svínað á viðskiptavinum?

Skoðum örlítið hvaða MEGATILBOÐ voru í boði hjá Heimsferðum yfir þessa miklu útsöludaga og hér um að ræða skjáskot beint af vef Heimsferða:

Hér að neðan má sjá frábær “Black Friday” tilboð okkar í sólina á Tenerife eða Gran Canaria í desember og janúar. Tilboð gilda til miðnættis 28. nóvember eða meðan sætaframboð leyfir.

Tenerife – Flug & gisting

2. desember til 8. desember

2 fullorðnir frá 59.950á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir og 2 börn frá 49.350 á mann  – Smelltu hér

8. desember til 19. desember

2 fullorðnir frá 76.550á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir og 2 börn frá 56.450 á mann – Smelltu hér

28. desember til 7. janúar (Áramót, ALLT INNIFALIÐ) á Labranda Bahia Fanabe & Villas

2 fullorðnir frá 221.950 á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir og 2 börn frá 171.825 á mann – Smelltu hér

28. desember til 7. janúar

2 fullorðnir frá 123.350á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir og 2 börn frá 171.825 á mann – Smelltu hér

4. til 11. janúar

2 fullorðnir frá 76.000á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir og 2 börn frá 61.725 á mann – Smelltu hér

6. til 12. janúar

2 fullorðnir frá 72.450á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir og 2 börn frá 59.825 á mann – Smelltu hér

12. til 19. janúar 

2 fullorðnir frá 78.000á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir og 2 börn frá 63.725 á mann – Smelltu hér

19. til 26. janúar

2 fullorðnir frá 81.000á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir og 2 börn frá 66.725 á mann – Smelltu hér

Alicante – Flug eingöngu

23. desember – önnur leið

Verð frá 34.900Smelltu hér

29. desember – önnur leið

Verð frá 19.950Smelltu hér

5. janúar – önnur leið

Verð frá 19.950Smelltu hér

22. desember – önnur leið, frá Alicante

Verð frá 19.950Smelltu hér

 

Tenerife – Flug eingöngu

8. til 19. desember – báðar leiðir

Verð frá 39.900Smelltu hér

6. til 31. janúar – báðar leiðir

Verð frá 39.900Smelltu hér

12. til 31. janúar – báðar leiðir

Verð frá 39.900Smelltu hér

8. desember – önnur leið

Verð frá 19.950Smelltu hér

6. janúar – önnur leið

Verð frá 19.950Smelltu hér

12. janúar – önnur leið

Verð frá 19.950Smelltu hér

Gran Canaria, Kanarí – Flug & gisting

1. til 12. desember

2 fullorðnir og 2 börn frá 88.800 á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir frá 98.900á mann – Smelltu hér

3. til 11. janúar

2 fullorðnir og 2 börn frá 90.475á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir frá 110.050 á mann – Smelltu hér

11. til 18. janúar

2 fullorðnir og 2 börn frá 77.600 á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir frá 90.600á mann – Smelltu hér

18. til 25. janúar

2 fullorðnir og 2 börn frá 77.600 á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir frá 90.600á mann – Smelltu hér

25. janúar til 1. febrúar

2 fullorðnir og 2 börn frá 93.600 á mann – Smelltu hér

2 fullorðnir frá 107.600á mann – Smelltu hér

Gran Canaria, Kanarí – Flug eingöngu

3. janúar – önnur leið

Verð frá 29.950Smelltu hér

11. janúar – önnur leið

Verð frá 29.950Smelltu hér

18. janúar – önnur leið

Verð frá 29.950Smelltu hér

3. til 11. janúar – báðar leiðir

Verð frá 59.900Smelltu hér

11. til 18. janúar – báðar leiðir

Verð frá 59.900Smelltu hér

18. til 25. janúar – báðar leiðir

Verð frá 59.900Smelltu hér

25. janúar til 1. febrúar – báðar leiðir

Verð frá 59.900Smelltu hér

1. til 8. febrúar – báðar leiðir

Verð frá 59.900Smelltu hér

Ókei, þá erum við í húsi með öll Svarta-föstudagstilboð Heimsferða. Tilboð sem sögð eru frábær og einstök og blah blah blah…

Hvað gerist ef við skoðum stöðuna í dag rúmri viku eftir að einstökum tilboðum á þessum fræga Svarta föstudegi lauk?

Hmmm. Hvað heldur þú að komi í ljós?

Skoðum aðra leiðina til Alicante þann 29. desember. Súpertilboðið á Svörtum föstudegi var 19.950 krónur á kjaft með ekkert innifalið. Hvað kostar sami túrinn þennan daginn?

Ókei, gefum þeim sjéns. Kannski bara tilviljun. Kíkjum á annað dæmi.

Svarta-föstudags megatilboð Heimsferða aðra flugleiðina til Kanarí á Gran Canaria kostaði manninn 29.950 krónur með ekkert innifalið.

Ókei, ekkert megatilboð per se að okkar viti en hvað kostar sama flugfar til sama staðar á sama degi núna mörgum dögum seinna?

Viti menn. Það aftur nákvæmlega sama verð og auglýst var sem FRÁBÆRT TILBOÐ hér fyrir tveimur vikum síðan!!!

En hey, allir geta gert tvenn mistök eða svo. Kíkjum á þriðja dæmið. Flug og gisting á Tenerife frá 12. – 19. janúar. Lægsta verð á súpertilboði kolsvarts föstudags var 78 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Hvað skyldi vera í boði nú tveimur vikum síðar?

Hmmm!

Hvað finnst ykkur? Dæmin eru fleiri eins og lesendur geta gengið sjálfir úr skugga um því öll þessi frægu tilboð Heimsferða eru listuð hér að ofan.

Er þroskaheft Neytendastofa að fara að aðhafast eitthvað fyrir okkur dusilmennin? Svarið við því er skýrt nei enda sú stofnun aldrei hugsað um almannahag.

Stóra spurningin kannski sú hvort þú, lesandi góður, ætlir að halda áfram viðskiptum við svona svindlara. En þá máttu líka eiga þig…

Óhrædd við að nota nífaldan heimsmeistara í hótelbókunum samkvæmt World Travel Awards hér að neðan. Það er eina tekjuleið okkur hér 😉

– tg