Spurðu Norðmann um fallegasta staðinn í landinu og það koma umsvifalaust vöfflur á manninn. Eðlilega enda landið kjaftfullt af fallegum stöðum. En ef þú hinkrar eftir svarinu er það líklega Lofoten í 80% tilvika.

Fegurð um allt hér um slóðir. Mynd Mariuz Kluzniak

Fegurð um allt hér um slóðir. Mynd Mariuz Kluzniak

Lofoten er hreint ekki í almannaleið svona yfirleitt því héraðið er næstum eins langt norður og hægt er að komast í Noregi. Skammt norðan við héraðið, sem jafnan á við um kjálka einn sem liggur í línu suðvestur í haf, er að finna Tromsö og þaðan er ekki ýkja langt til endimarka Noregs til norðurs ef frá er talinn Svalbarði.

Kannski gefur það betri hugmynd um staðsetningu að benda á að heimsskautabaugurinn liggur þvert á skagann og Lofoten því svipað langt norður og Grímsey hérlendis.

Fararheill var á flakki um svæðið fyrir skömmu og munum innan tíðar flytja fregnir af. En í millitíðinni er ekki úr vegi að benda á myndband eitt sem tekið var um hávetur í Lofoten í bænum Svolvær. Sem er einn fallegasti bær sem hægt er að berja augum norðan Alpafjalla að okkar mati.

Eða hvað finnst þér?