H ólí mólí! Þrátt fyrir tugmilljarða króna ríkisstyrk og velheppnað útboð tímir Icelandair ekki að henda nokkrum þúsundköllum til að viðhalda vefum fyrirtækisins. Ekkert frekar en að bæta þjónustuna virðist vera.

Okkur lék forvitni þennan daginn að vita hver væri formleg og opinber stefna Icelandair Group og héldum því þangað í einfeldni. Einfeldni sökum þess að þetta er það sem við fengum í hausinn:

Hallelújah fyrir því. Eða ekki.

Eitthvað er verulega Bogi Nils við að almenningur geti ekki kynnt sér stefnu og strauma fyrirtækis sem sami almenningur hefur haldið á floti aftur og ítrekað um áraraðir.

Eitthvað er líka alvarlega bogið við að risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða hirði ekki hið minnsta um hakk eða spagettí á vefum sínum. Hakk sem stórir aðilar vara sterklega við að heimsækja.

Icelandair með þetta sem endranær. Ekki!