Það tók aðeins 20 greinar eða svo áður en forsvarsmenn Wow Air tóku Fararheill á orðinu og buðu eitthvað fullorðins. Það gerir flugfélagið í dag með flugtilboði til þriggja áfangastaða sinna í maí og júní á rúmar tíu þúsund krónur aðra leið.

Loks alvöru stöff frá „lággjaldaflugfélaginu“ Wow Air

Loks alvöru stöff frá „lággjaldaflugfélaginu“ Wow Air

Lesendur okkur hafa líklega orðið varir við gagnrýni okkar þess efnis að flugfélag sem kallar sig og kynnir sem lággjaldaflugfélag geti ekki boðið nein fargjöld undir tíu þúsund krónum eins og velflest önnur lággjaldaflugfélög álfunnar geta og gera á daglegum basis.

Við tökum því allt kredit fyrir að nú auglýsir Wow Air flug til Stuttgart, Zurich og Dusseldorf næstu tvo mánuði niður í 9.900 krónur. Sem er reyndar ekki rétt verð því ofan á það bætist bókunargjald hið minnsta plús farangur ef einhver er. Rétt verð er 10.398 krónur en sú tala þykir ekki nógu sexí fyrir flugfélagið.

Í öllu falli eru þetta gott mál fyrir ferðaglaða. Taska með og við komin til meginlandsins vel undir fimmtán þúsund krónum. Frá öllum þremur borgum er líka hægt að skauta beint að innritunarborði annarra lággjaldaflugfélaga og halda áfram för til Spánar, Ítalíu, Grikkland, Króatíu, Ísrael eða annað sem hugur leitar.