Tíðindi

Flugfélag Íslands í útrás til Noregs

  08/10/2010maí 31st, 2014No Comments

Svo virðist sem mikill uppgangur sé í ferðaþjónustu. Icelandair og Iceland Express hyggjast fjölga áfangastöðum sínum til muna og nú bætist Flugfélag Íslands í hópinn. Hyggst flugfélagið hefja tímabundnar áætlunarferðir með Fokker vélum sínum til Noregs um jólin og áramótin.

Flýgur Flugfélag Íslands þegar erlendis til Grænlands og Færeyja og nú bætist Noregur við en um þrjá mismunandi áfangastaði verður um að ræða. Flogið verður til Stavanger, Bergen og Þrándheims og lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli eins og aðrar ferðir félagsins. Flugtími er um þrjár klukkustundir.

Ódýrustu sætin sem ritstjórn fann í fljótu bragði til Bergen voru á 28.410 krónur en þau dýrustu á 58.100.

Ferðirnar eru komnar í sölu.