Tíðindi

Fimm hundruð fyrir tíma í sól

  20/02/2011nóvember 23rd, 2014No Comments

Breska vefsíðan Jettoholidays.com hefur reiknað út hvert ódýrast er að fara þetta sumarið í sól og sumaryl en ferðaskrifstofan ber saman almennt verð á ferðum og deilir í með fjölda sólskinsstunda. Algarve í Portúgal er þannig hagstæðasti kosturinn fyrir sóldýrkendur en klukkustundin þar kostar áhugasama 2.70 pund eða sem nemur 513 krónum íslenskum miðað við gengi dagsins.

Tyrkland er líka ágætur kostur en sólskinsstundin þar reiknast þó öllu dýrari á 704 krónur. Mallorca vermir þriðja sætið og kaldar kinnar fyrir 723 krónur.

Er semsagt töluvert ódýrara fyrir Breta að fara erlendis og sleikja sól en fyrir Íslending að fara á sólbaðsstofu en gjald þar fyrir tíu til tuttugu mínútur undir glamrandi ljósaperum kostar vart undir þúsund krónum. Á móti kemur að líklega er ódýrast að dvelja hér heima og vona að sumarið verið gott en það skilar sennilega ekki alveg sömu áhrifum og dvöl á sandströnd ytra.