Ekkert lát er á vinsældum siglinga hvers kyns um heimsins höf og helst á sem flottustum skipum. Þess vegna kemur kannski á óvart að það eru siglingar sem ferðafólk kvartar mest undan.

Ekki alltaf teknar út með sældinni siglingarnar. Mynd Alexander Bexavanis

Ekki alltaf teknar út með sældinni siglingarnar. Mynd Alexander Bexavanis

Það allavega raunin sé mið tekið af kvörtunum og kærum sem berast einni af helstu lögfræðiskrifstofum heims sem sérhæfa sig í vandamálum tengdum ferðalögum fólks. Þær eru nokkrar og eðlilega enda mörg ferðalögin dýr fyrir þorra fólks og sjálfsagt að leita réttar síns varðandi þær ef fólk fær ekki það sem lofað er.

Samkvæmt listum Irwin Mitchell Solicitors í Bretlandi er óánægja með siglingar rétt tæp 30 prósent allra mála sem lögmennirnir sækja fyrir hönd vonsvikinna ferðalanga. Það sem meira er; lögmennirnir alls óhræddir að birta nöfn þeirra skipa og skipafélaga sem hvað mest er kvartað yfir. Til dæmis er í gangi hópmálsókn hundruða vegna ferða með Thomson Island Escape, Thomson Dream, P&O Oriana og Fred Olsen Boudicca að því er fram kemur í grein Guardian um málið.

Tyrkland trónir áfram á toppi þeirra staða sem mest kvartað er yfir vegna pakkaferða og þar einnig nafngreina lögmennirnir nokkur hótel sem ár eftir ár fá herfilega einkunn. Verst þykir Sentido Perdissia í Side við Antalya. Fararheill ekki kunnugt um að það hótel sé í boði héðan en kvartanirnar varða slæman mat, aðbúnað og þjónustu en salmonellufaraldur hefur komið upp á hótelinu þrívegis síðastliðin fimm ár.

Þarft að vita og auðveldar okkur hinum að velja og hafna þegar ferðalög eða siglingar eru á dagskránni 🙂