Þ etta er nánast orðinn jafn fastur liður og páskar eða jól. Fargjöld Flugrútunnar/Flybus hækka einu sinni á ári hverju.

Hækkanir á ári hverju. Mynd Kynnisferðir

Töluvert er kvartað yfir hversu margir sækja farþega út í Leifsstöð og brjóta þannig sóttvarnarreglur. Bent er á að gáfulegra sé að brúka Flugrútuna til þess arna sem er satt og rétt en þar hjálpar ekkert að sá túr kostar hönd og fót.

Ferð aðra leið frá Leifsstöð kostar nú 3.499 krónur sem okkur telst til að sé rúmlega 50 prósent hærra gjald en fyrir þremur árum. Í mars 2018 kostaði sama far 2.950 krónur og árið áður fékkst túrinn á 2.300 krónur.

Það ekki lítil hækkun hjá fyrirtæki sem hefur síðastliðið ár nýtt sér tugmilljóna króna ríkisstyrki og ekki hefur eldsneytisverð hækkað mikið allra síðustu árum. Þá hefur starfsfólki Flugrútunnar fækkað duglega síðustu misserin.

Versta rúsínan í pylsuendanum er að hækka fargjöld þegar nánast engin önnur leið er til og frá Leifsstöð fyrir Jón og Gullu meðalmenn. Ríkið hefði auðvitað átt að heimta lægri fargjöld gegn styrkjum til þess einmitt að koma í veg fyrir núverandi stöðu. En þar á bæ er yfirleitt ekki neitt hugsað til enda.