A ðeins að birta til í flugheimum þessi dægrin. Bandaríska flugfélagið Delta ætlar aftur að hefja flug á klakann í vor og sumar. Minneapolis, Boston og New York í boði en þeir bandarísku nota sama skítatrix og Krónan í samkeppni við Bónus.

Delta til landsins að nýju en fátt að frétta af spennandi fargjöldum.

Skítatrixið er að bjóða lægra verð en íslenska flugfélagið en aðeins krónu lægra. Eða þúsundkall í þessu tilfelli.

Kíktum á fargjöld Delta til og frá ofangreindum stöðum í júnímánuði. Tilkynnt var um þessar ferðir bara í morgun á föstudegi svo eftirspurn hefur varla haft áhrif á verðlagningu ennþá.

Delta er undantekningarlítið er bjóða lægra verð en Icelandair bæði á sardínufarrými og á sardínufarrými með tösku til allra staðanna. En munurinn er bara hlægilegur. Eitt til tvö þúsund krónur til eða frá miðað við fargjöld Icelandair í sama mánuði.

Með Icelandair kemst fólk á sardínufarrými án farangurs til og frá Minneapolis í júní lægst fyrir 61.300 krónur. Sama flug með Delta kostar manninn 60.425 krónur. Með farangur meðferðis er lágmarksverð hjá Icelandair rúmar 71 þúsund krónur og rétt rúmar 70 þúsund hjá þeim bandarísku.

Flott að fá smá samkeppni en að þessu sinni er næstum eins og verðsamráð eigi sér stað og þetta nýtist okkur Frónbúum lítið.