Skip to main content

Það var ekkert smávegis ár hjá Wow Air ef marka má fréttatilkynningu sem flugfélagið birtir á fréttamiðli Vísis. Það var hvorki meira né minna en fjórföldun farþega á milli ára.

Er það hætt að vera keppikefli að hafa fréttir réttar?

Er það hætt að vera keppikefli að hafa fréttir réttar?

Fréttina atarna skrifar glænýr viðskiptafréttaritstjóri Fréttablaðsins og kannski ekki alveg hugsað málið til enda.

Fjórföldun farþega gengur ekki upp því þar er verið að bera saman tólf mánuði 2013 og sjö mánuði 2012. Wow Air hóf ekki flug fyrr en sumarið 2012 og fyrirsögnin því æði villandi.

Í fréttatilkynningu sinni segist forstjóri Wow Air, Skúli Mogensen, þakka þennan frábæra árangur því að fyrirtækið hafi ítrekað staðið við loforð um að vera ódýrasta og stundvísasta flugfélagið á Íslandi.

Ef viðskiptafréttaritstjórinn nýi hefði unnið heimavinnu sína hefði hún kannski fundið þessar greinar hér að neðan:

  • https://fararheill.is/enn-skreyta-menn-sannleikann-duglega-hja-wow-air/
  • https://fararheill.is/wow-air-hreint-ekki-odyrast-til-barcelona-naesta-sumar/
  • https://fararheill.is/meiri-seinkun-hja-wow-air-en-icelandair/
  • https://fararheill.is/wow-air-dregur-ur-storu-yfirlysingunum/

Nema það sé ekki lengur keppikefli stórs fjölmiðils að hafa hlutina rétta? Enn er inni á Vísi kolröng verðkönnun Dohop sem við fjölluðum um í gær. Þá frétt skrifar líka nýi viðskiptafréttaritstjórinn. Báðar skína afar björtu ljósi á flugfélag Skúla Mogensen