Skip to main content

Þó Andri Már Ingólfsson hafi sparað fyrirtæki sínu, Primera Air, dágóðan skilding á því að flytja það í heilu lagi frá Íslandi til Litháen virðist sá aukapeningur ekki notaður til að bæta þjónustuna. Þar ennþá verið að auglýsa sumarferðirnar 2015.

Vill ekki einhver segja Primera Air að sumarið 2015 tilheyri fortíðinni? Skjáskot

Vill ekki einhver segja Primera Air að sumarið 2015 tilheyri fortíðinni? Skjáskot

Það kostar náttúrulega einhverja þúsundkalla að borga tæknifólki til að uppfæra vef Primera Air en þar er fólk ennþá hvatt til að kaupa sumarferðirnar 2015. Fagmennska fram í fingurgóma og undarlegt hjá stóru flugfélagi að uppfæra ekki vef sinn reglulega.

Enn lakara að litlar sem engar upplýsingar er að fá um hugsanlegar ferðir Primera til og frá Íslandi í vetur og hvað þá næsta vor eða sumar. Allra síðustu ferðir Primera frá Íslandi til flestra áfangastaða eru að detta inn nú um miðjan mánuðinn og lítið að hafa eftir það.

Verður Billund aftur í boði á næsta ári? Beint flug til Chania? Áfram flogið til Malaga og Kanaríeyja? Það veit enginn.

Sem segir allt um íslenskan dugnað og dirfsku eigandans. Ekkert mál er að finna flug eða ferðapakka langt fram eftir hausti 2016 á vefum alvöru flugfélaga og ferðaskrifstofa. Þið vitið, svona fyrir þá sem vilja bóka með sem lengstum fyrirvara og með því kannski spara fjármuni. En ekki Primera Air. Þar enn verið að hvetja fólk til að ferðast sumarið 2015.