Skip to main content

Örfáir dagar síðan stjórnarformaður Icelandair, bílasalinn Úlfar Steindórsson, hló og gerði lítið úr utanaðkomandi „sérfræðingum” sem spáðu flugfélaginu slæmu gengi. Þetta sami maður og setti blessun sína yfir Stokkhólm, London og Boston sem einu áfangastaði Icelandair í miðjum faraldri. Sömu þrír staðir og glíma við verstu hugsanlegu afleiðingar Covid-19 faraldursins.

Með þrjár millur á mánuði en gerir samt mistök á mistök ofan. Mynd Icelandair

Það þarf auðvitað að henda bílasalanum á haugana hið fyrsta ef Icelandair ætlar að byggja upp traust og hagnað í framtíðinni. Honum, öllum öðrum stjórnarmönnum og yfirstjórn líka. Allt þetta útúrskólaða lið veit ekkert hvað það er að gera.

Enginn íslenskur fjölmiðill segir múkk vegna Icelandair því flugfélagið hefur verið langstærsti auglýsandi á íslenskum markaði um árafjöld. Gagnrýni merkir því húrrandi minni tekjur og því segir enginn neitt. Nema við vitaskuld, því Fararheill er eini raunverulegi óháði fjölmiðill landsins. Engar auglýsingar hér og hafa aldrei verið.

En burtséð frá montinu er hér komin enn ein ástæða þess að henda stjórnendum Icelandair rakleitt á Sorpu. Þeir þrír áfangastaðir sem Icelandair hefur þó flogið til í faraldri eru Stokkhólmur í Svíþjóð (4.400 dauðsföll), Boston í Bandaríkjunum (1.3 milljón dauðsföll) og London í Englandi (38 þúsund dauðsföll.) Öll þrjú lönd eru á topp tíu yfir lönd yfir stínker léleg viðbrögð við kórónafaraldrinum með tilheyrandi dauða og angist.

Það er næstum því eins og forráðamenn Icelandair VILJI að við fáum vírusinn…