Skip to main content
H úha! Bæjarstjóri Vestmannaeyja enn einn sjálfsstæðismaðurinn sem telur að ríkið, almenningur með öðrum orðum, eigi að niðurgreiða flugferðir Vestmanneyinga. Ferðir sem fáir nota þrátt fyrir ríkisaðstoð um áratugaskeið. Fínt innlegg inn í kosningabaráttuna 2021.

Sósíalismi er algjörlega málið að mati sjálfstæðismannsins og bæjarstjórans í Vestmannaeyjum. Skjáskot

Hmmm!

Aldeilis ágætt að heimsækja Vestmannaeyjar. Príma sundlaug, golfvöllurinn fínn, fólkið frábært og eyjan og eyjurnar í kring augnkonfekt fyrir alla með 20/20 sjón.

„[…] ef það er ekki hægt að fljúga til Vestmannaeyja á markaðsforsendum þá þarf að leita annarra leiða og ríkisstyrkir er væntanlega kostur sem þarf að skoða.” Segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja við RÚV.”

En það merkilegt hvað einkageiraelskendurnir í Flokknum eru fljótir að heimta sósíalíska aðstoð þegar púslin detta ekki öll á sinn rétta stað. Deja-Vu 2009.

Eins og þegar Icelandair (áður Flugfélag Íslands og síðar Air Iceland Connect) hættir áætlunarferðum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Flugferðir sem skattborgarar í vesturbæ Reykjavíkur og á Dalvík hafa niðurgreitt um hundruð milljóna undanfarin misseri en enginn notar.

Við hér hjá Fararheill áður og ítrekað bent á að fáránlegt sé að niðurgreiða ferðir eða aðstoða einkafyrirtækið Icelandair hvers stjórn er 100 prósent skipuð sjálfstæðismönnum, hvers mottó er að einkarekstur er það besta sem komið hefur fyrir heiminn, með fjárútlátum frá skattgreiðendum þessa lands. Sérstaklega þegar Icelandair hugsar aðeins um hagnað einkahluthafa þá sjaldan stjórnendum tekst að reka batteríið í plús. Á þeim stundum má almenningurinn sem stutt hefur fyrirtækið með skattaívilnunum og oft líka beinum greiðslum upp á tugmilljarða króna, aldeilis eiga sig.

Bæjarstjórinn heldur því fram að flugsamgöngur séu aldeilis lífsnauðsynlegar fyrir eyjaskeggja og ríkið eigi vitaskuld að kafa í hirslurnar og niðurgreiða svoleis.

Gott og blessað. En blaðamaður RÚV spyr ekki svo mikið sem einnar áleitinnar spurningar. Til dæmis hvers vegna eyjaskeggjar hafa ekki notað ríkisniðurgreiddar flugferðir hingað til? Almannafé hefur verið notað um rúmlega eins árs skeið til að eyjaskeggjar geti nú flogið til Reykjavíkur, verslað á útsölum í Smáralind, og drifið sig heim aftur samdægurs. Aldeilis jákvætt fyrir heiminn að fljúga tómum rellum milli lands og eyju og það helst tvisvar á dag.

Eða hvers vegna er fólk að búa á lítilli eyju útifyrir eyju í miðju ballarhafi ef það þarf svona mikið að komast í land reglulega? Og ef þörfin er svona brýn, hvers vegna hafa Eyjamenn ekki fjölmennt í flug til meginlandsins nú um eins árs skeið?

Það er jú ekki eins og almenningur á Vopnafirði og Bíldudal niðurgreiði ekki þegar skipasiglingar milli lands og eyja og hafi gert frá aldaöðli.

Það er jú ekki búið að banna flutninga ennþá. Sé súperbrýn þörf á kaupsstaðarheimsókn frá Eyjum á daglegum basa fyrir hundruð milljóna af skattfé almennings er líka klár þörf á að útskýra hvers vegna svo er. Það er kannski óvitlaust fyrir þá eyjaskeggja sem þurfa að leggja leið sína til Reykjavíkur eða nágrannastaða reglulega að flytja upp á meginlandið. Það auðveldar allt fyrir alla ekki satt 😉

Skattgreiðendur ættu kannski líka að leggja Samherja til ríkisfé. Fyrirtækið hefur jú tapað heilmiklum upphæðum á einhverju veseni þarna í Namibíu…