Þeir hjá Iglu Cruise kalla það megaútsölu og má kannski til sanns vegar færa. Ferðaskrifstofan breska er nú fram til áramóta að bjóða sérkjör á siglingum um Miðjarðarhafið næsta haust og vetur.

Ein mest heillandi borg Spánar, Valencía, er heimsótt í þessari siglingu

Ein mest heillandi borg Spánar, Valencía, er heimsótt í þessari siglingu

Hið gildir hið gamalkunna að sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Sú fljúgandi nælir sér í viku Miðjarðarhafssiglingu með stoppi á fínum stöðum í fjórum löndum heims í fínasta skipi með öllum þægindum fyrir 133 þúsund krónur á mann miðað við tvo. Þar er innifalið flug fram og aftur til London, káeta með svölum og útsýni og allir drykkir um borð plús auðvitað allur matur.

Stoppin á leiðinni eru Genóa, Civitavecchia, og Palermo á Ítalíu, La Gouletta í Túnis, Palma og Valencía á Spáni og Marseille í Frakklandi áður en flogið er aftur til London frá Genóa.

Þetta er fullorðins gott fólk og um það bil 60 til 70 þúsund krónum ódýrara en hefðbundið verð og þá eru yfirleitt ekki drykkir innifaldir. Nánar hér.