Skip to main content

Það er sá tími ársins víðast hvar í heiminum þegar bisness í ferðaþjónustu fer dvínandi og heldur því áfram fram til vors. Þess vegna er einfalt að verða sér úti um extra fín tilboð á ferðum og gistingu víðs vegar.

Drjúgir afslættir á fjölmörgum farfuglaheimilum þessi dægrin.

Gott dæmi um það má finna á vef Hostelworld en það er einn allra stærsti aðilinn í hostelbransanum eða farfuglaheimilum eins og margir vilja fremur nota. Þar auglýsir fyrirtækið nú 15 til 20 prósenta aukaafslátt á gistingu næstu misserin á tilteknum farfuglaheimilum hér og þar í Evrópu. Þegar haft er hugfast að koja á fínu farfuglaheimili kostar sjaldan meira en þrjú til fjögur þúsund krónur er einfalt að verða sér úti um toppgistingu á súperverði. Það er að segja ef fólk hefur áhuga að kynnast nýju fólki.

Sjálfsagt að skoða þetta ef landinn er í ferðahugleiðingum. Hostelworld hér.