Skip to main content
I ndverska afbrigði Covid-veirunnar gerir nú feitan usla á Bretlandseyjum en þar hafa ekki mælst fleiri tilfelli sýktra síðan í febrúar síðastliðnum. Það er ekki afbrigði sem þú vilt njóta góðs af.

Nýtt afbrigði Covid í Bretlandi og það slæmar fréttir.

Ekki múkk frá íslenskum stjórnvöldum vegna alvarlegs afbrigðis Covid sem er að ríða húsum í Bretlandi þessi dægrin. Engar takmarkanir á flugi til og frá Bretlandi jafnvel þó þetta nýja afbrigði sé snöggtum verra viðureignar en hefðbundnu veirurnar.

Hversu mikið verra?

Jú, samkvæmt dagblaðinu Metro er indverska afbrigði Covid að líkindum töluvert verri pakki en þetta hefðbundna. Töluvert verri að því leyti að sýktir fá gjarnan blóðhnúta og í kjölfarið vefjadrep ef ekkert er að gert. Enginn að pósta flottum sumarleyfismyndum á instagram í því ástandi mikið.

Furðu vekur að þrátt fyrir að Bretar mæli nú fleiri tilfelli Covid en hafa mælst síðan í febrúar hafa íslensk stjórnvöld ekki sett neinar hömlur á ferðir til og frá. Væri til of mikils mælst að banna flug frá Bretlandi meðan svo geigvænlegt afbrigði af Covid leikur lausum hala þar í landi?