E lst stóru borganna í Noregi er Þrándheimur við Þrándheimsfjörð en þangað sækja Íslendingar nokkra sögu og var klakinn hér í ballarhafi lengi vel undir stjórn Þrándheims sem um tíma var höfuðborg Noregs. Hét borgin lengi vel Niðarós.
Þó fátt eigi Íslendingar þangað lengur að sækja er borgin ótrúlega skemmtileg og jafnframt merkilega full af lífi því Þrándheimur er háskólabær og ungt fólk æði algengt hér á götum. Telur íbúafjöldinn um 160 þúsund hræður eða sem samsvarar Reykjavík og Kópavogi.
Fiskvinnsla er drjúgur hluti af störfum á svæðinu en ekki síður er Þrándheimur lykilmiðstöð fyrir olíuvinnslu Norðmanna. Þetta hefur haft í för með sér að laun á svæðinu hafa haldist há miðað við önnur svæði
Heimamenn fögnuðu árið 1997 þúsund ára afmæli borgarinnar en hún var aldrei sérstök víkingaborg eins og margir halda. Hún var hins vegar ein mesta trúarmiðstöð í norðanverðri Evrópu á miðöldum og það er mikið til þess vegna sem rekja má sögur Íslendinga til borgarinnar. Leifur okkar Eiríksson, bjó til að mynda hér kringum aldamótin þúsund.
Borgin var hins vegar alla tíð einnig verslunarmiðstöð og hefur í raun náð að viðhalda því þar sem hún er enn stærsti byggðakjarninn í mílufjarlægð í allar áttir.
Til og frá
Flugvöllur borgarinnar er Trondheim Værnes en þangað hafa annars lagið verið bein flug frá Íslandi. Til borgarinnar eru um 35 kílómetrar og ferðatíminn 35 til 40 mínútur.
Til borgarinnar er að sjálfsögðu komist fótgangandi en hver kýs það. Nær lagi er að grípa lest, rútu eða leigubíl og jafnvel bílaleigubíl ef ætlunin er að skoða land og þjóð af alvöru.
Lest gengur til miðborgarinnar reglulega á klukkustundarfresti frá flugvellinum og reyndar fer víðar norður ef sá gállinn er á fólki. Sú er um það bil 35 mínútur á leiðinni alla jafna. Miðaverðið er 2.200 krónur.
Leigubíll er einn kostur en fokdýr þrátt fyrir fast verð á leiðinni. Ferðin aðra leiðina kostar litlar þrettán þúsund krónur miðað við fjóra farþega.
Þá er kannski vænlegra fyrir budduna og innri heilsu að taka flugrútuna, Flybussen, sem fer á milli fjórum sinnum á hverri klukkustund. Farið fyrir einn farþega 2.300 krónur.
Ekki má heldur gleyma að hingað koma ansi margir sjóleiðina með Hurtigruten en sú leið er stórkostleg ef fólk þolir sjóinn á annað borð. Frá Bergen hingað til Þrándheims tekur ferjuna 36 klukkustundir að komast en það er svo þess virði því allan tímann er hægt að taka inn hina einstöku náttúru Noregs og hina fantafallegu djúpu firði. Enn og aftur er það þó í dýrari kantinum. Önnur leiðin til Þrándheims kostar ekki undir 35 þúsund krónum.
Samgöngur og skottúrar
Samgöngur í Þrándheimi eru eins og annars staðar í norskum borgum; frábærar. Strætisvagnar fara um alla borg á fimmtán mínútna fresti flestir á daginn en sjaldnar á kvöldin. Þá er sú sjálfsagða þjónusta hér að næturvagnar ganga um helgar og gefa þannig fólki tækifæri að komast til síns heima án þess að gjalda það dýru verði. Er þó langur vegur frá að strætó í Þrándheimi sé ýkja ódýr. Stakur miði fyrir fullorðinn kostar 780 krónur og greiðist í vagninum. Leiðakerfið hér.
Ein sporvagnalína er í Þrándheimi og nær sú frá Ólafsgötu í miðbænum og upp í skóginn í Bymarka. Sami díll og með strætisvagnana og sami kostnaður.
Söfn og sjónarspil
>> Dómkirkjan (Nidarosdomen) – Án alls efa magnaðasta byggingin í borginni er dómkirkjan víðfræga sem er bæði stærsta kirkja í Norður Evrópu og ein einasta gotneska dómkirkjan í Noregi. Hún stendur vitaskuld í miðborginni og er tákn borgarinnar. Lengi vel var talið að kirkjan atarna hefði verið byggð yfir gröf Ólafs helga Haraldssonar en það kemur fram í Snorra Eddu. Um þetta er deilt enn þann dag í dag. Kirkjan er auðfundin, stendur við Kongsgårdsgata, og er opin áhugasömum milli 9 og 14 virka daga og laugardaga en 9 til 16 á sunnudögum. Punga þarf út 1.400 krónum til að reka inn nefið. Heimasíðan.
>> Erkibiskupssetrið (Erkebispegården) – Við hlið hinnar fallegu dómkirkju stendur aðsetur erkibiskups Noregs sem nú til dags er safn um sögu kirkjunnar í Þrándheimi. Upprunarlegar byggingar setursins brunnu árið 1983 og í kjölfarið fór fram einn viðamesti fornleifagröftur í sögu Noregs á rústunum. Ýmislegt heillegt fannst þar og er til sýnis á safninu. Hér má sjá biskupa Noregs og ekki síst myntprentunarverksmiðju sem hér starfaði lengi vel. Síðast en ekki síst eru hér einnig til sýnis ýmsir skartgripir úr eigu norsku konungsfjölskyldunnar sem mörgum þykir forvitnilegt að sjá. Hafa skal í huga að það safn er alveg sér þó það sé undir sama þaki. Hér er auðvitað líka minjagripaverslun og veitingastaður. Konungsgripasafnið er aðeins opið um helgar. 11 til 15 á laugardögum og 12 til 16 á sunnudögum. Biskupssetrið að öðru leyti er opið alla daga nema mánudaga milli 11 og 14 og 12 til 16 á sunnudögum. Aðgangur er 1.400 krónur inn á biskupssetrið en 1.900 krónur kostar að skoða dýrgripi konungsfjölskyldunnar. Heimasíðan.
>> Munkahólminn (Munkholmen) – Skammt frá borginni stendur lítil eyja sem á sér mikla sögu. Munkholmen er vinsæl heimsóknar enda var þar til forna aftökustaður glæpamanna, munkaklaustur, virki og fangelsi og svo aftur virki þegar Þjóðverjar hertóku Noreg í Seinni heimsstyrjöldinni. Nú er þetta vinsæll ferðamannastaður og bátsferðin út í eyjuna yndisleg í góðu veðri. Þá koma heimamenn töluvert hingað til sjósunds. Eyjan er aðeins opin almenningi frá 20. maí til 3. september ár hvert. Bátar fara reglulega á klukkustundarfresti á milli þann tíma frá Ravnkloa.
>> Konungssetrið (Stiftsgården) – Við Munkagötu stendur ægistórt timburhús, eitt af þeim allra stærstu á öllum Norðurlöndum, sem er ákaflega glæsilegt í alla staði utan sem innan. Það var upphaflega byggt af ríkum einkaðila en síðar eignast norska hirðin eignina og þarna gista allir konungsbornir í Noregi þegar þeim hentar. Utan þess tíma er hægt að skoða húsið sem er fallegt mjög og óhætt að mæla með þeirri heimsókn. Taka bara frá nógan tíma því herbergin eru 140 talsins. Opið alla daga frá júní til 20. ágúst frá 10 til 16. Aðgangseyrir 1.400 krónur. Heimasíðan.
Til umhugsunar: Í borginni eru æði mörg afar falleg gömul timburhús sem hefur verið frábærlega vel við haldið. Nægir að labba um Bakklandet, Hospitalsløkkan, hafnarsvæðið við Kjøpmannsgötu, Sandgata eða Ilsvikøra til að vitna það.
>> Skansinn (Skansen) – Við ánna Niðarós þar sem hún rennur til hafs er að finna lítið eiði þar sem finna má einu uppistandandi leifarnar af borgarvirki Þrándheims. Þar heilla fallbyssur marga en aðrir heillast mest af fínu útsýni yfir borgina frá þessum stað.
>> Hljóðfærasafnið (Ringve Museum) – Skammt utan borgarinnar er að finna landareignina Ringve þar sem til húsa er hljóðfærasafn sem sagt er hið eina sinnar tegundar í veröldinni. Þó deila megi um það er hér margt forvitnilegt að sjá. Ýmis merkileg hljóðfæri bæði gömul og ný og ekki síður er indælt að rölta um nágrennið en byggingarnar hér eru einnig heillandi enda komnar til ára sinna og hér er ágætur lítill grasagarður. Hér er einnig kaffihús sem gott orð fer af. Safnið aðeins opið yfir sumartímann frá júní milli 11 og 15. Heimasíðan.
>> Spítalakirkjan (Hospitalkirken) – Lítil sæt kirkja við Hospitalsgade sem tengist Þrándheimsspítala sem byggður var árið 1277 og er elsta starfandi samfélagsstofnun í Skandinavíu. Kirkjan krúttlega er átthyrnd og sú fyrsta sem byggð var með því laginu í Noregi.
>> Ravnkloa (Ravnkloa) – Við enda Munkagötu er að finna Ravnkloa við höfnina en þar er fiskmarkaður borgarinnar hýstur. Þar er líka fræg klukka borgarinnar og síðast en ekki síst er það héðan sem farið er út í Munkahólma.
>> Torgið (Torvet) – Þrándheimsmenn eru ekki að flækja hlutina. Hér heitir miðbæjartorgið bara torgið að allir vita hvar það er. Hér rís hátt stytta af Ólafi Tryggvasyni er fyrstur bjó sér bæ hér. Styttan myndarstykki en hún er jafnframt sólklukka. Hér á sumrin er pakkað af fólki og hér eru oft á tíðum markaðir í gangi.
>> Hönnunarsafnið (Nordenfjeldske Kunstindustrimuseum) – Hönnun í öllu sínu formi frá fimmtándu öld og fram til okkar daga er að sjá í þessu merka safni við Munkagötu 5. Sérstaklega skemmtilegt að sjá með berum augum hvernig kjólar og fatnaður ýmis konar hefur tekið breytingum með tímanum. Sérstök deild tileinkuð japanskri hönnun er hér einnig. Opið 10 til 17 alla daga á sumrin en skemur á veturna. Greiða þarf 1.700 krónur fyrir herlegheitin á mann. Heimasíðan.
>> Kristiansten virkið (Kristiansten Festning) – Hér stendur þetta virki enn vörð um miðborg Þrándheims og hefur gert frá árinu 1681. Frá því er besta útsýni yfir borgina og til sjávar sem finnst og ekki amalegt að þar er lítið kaffihús einnig. Opið alla daga á sumrin en skemur á veturna. Skjannahvít aðalbygging virkisins sést víða að og um 15 mínútur tekur að rölta að virkinu úr miðbænum.
>> Sykurhúsið (Sukkerhuset) – Vart er til skemmtilegra nafn á húsi en ástæða þess einfaldlega sú að hér var lengi vel sykurverksmiðja og bar því nafn með mikilli rentu. Byggt 1754 og var þá stærsta byggingin í borginni. Húsið er nú brúkað af háskóla borgarinnar og er opið meðan á skólatíma stendur. Það stendur við Sverres götu númer 15.
>> Þrándalagssafnið (Sverresborg) – Þrándheimur er stærsta byggðalagið í Suður Þrándalagi og þetta safn er tileinkað hefðum og siðum fólks í héraðinu. Sögu og menningu og búsetu gerð góð skil og reglulega viðburðir tengdir íbúum og sögunni í gangi. Það er bæði utan- og innandyra í leifum þess sem eitt sinn var kastali Sverris konungs Noregs. Þá má líka sjá hér yfir 60 gamlar byggingar og hér er bæði lítil minjagripaverslun og kaffihús. Safnið er við Sverrisborg Allé en þangað er komist með strætisvagni númer 8. Opið 11 – 18 á sumrin en 10 til 15 á veturna. Aðgangseyrir 2.200 krónur. Heimasíðan.
>> Bókasafnið (Trondheim folkebibliotek) – Sennilega það síðasta sem fólki dettur í hug á ferðalögum er að planta rassi á bókasafni og láta dýrmætan tíma líða en í þessu tilviki er bókasafnsheimsókn fróðleg. Undir bókasafninu stóð áður Ólafskirkja og hér hafa fundist grafir fjölda einstaklinga. Beinagrindur fimmtán barna og fjórtán fullorðinna liggja hér og eru til sýnis við safnið en grafirnar eru allar taldar vera frá þeim tíma þegar Ólafskirkja var munkaklaustur á fjórtándu öld. Ómögulegt hefur reynst að ákvarða dánarorsök þeirra sem hér liggja. Safnið stendur við Peter Egges plass. Heimasíðan.
>> Frúarkirkjan (Vår Frue Kirke) – Frúarkirkjan er enn ein gömul kirkja sem borgin státar af. Þessi var reist á tólftu öld en brann til kaldra árið 1767. Endurbyggð í kjölfarið og enn þann dag í dag notuð við athafnir. Á elstu veggjum hennar má sjá 800 ára gamlar rúnir. Kirkjan stendur við samnefnda götu.
>> Tyholtturninn (Tyholttårnet) – Við Otto Nielsens veg stendur 124 metra hár sjónvarpsturn sem einnig er útsýnis- og veitingastaður. Hvergi er betra útsýni en héðan enda er þetta vinsælli staður meðal ferðamanna en sjálf dómkirkjan. Strætisvagnar 20 og 60 fara með þig alla leið. Turninn er opinn alla daga allt árið.
>> Kafbátalægin (Dora 1) – Þrándheimur var mikilvægur staður fyrir Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni og hér byggðu þeir stórt kafbátalægi undir heitinu Dora 1. Engir eru þar kafbátar í dag en húsin eru á sínum stað og notuð af fiskimönnum staðarins auk þess sem þarna er keilusalur ef sá gállinn er á mönnum.
Verslun og viðskipti
Enginn skortur er á verslunum í Þrándheimi og það reyndar mun fjölbreyttari verslun en menn eiga að venjast í ekki stærri borg. En gallinn hér eins og annars staðar í Noregi er að verðlagið er fráleitt hagkvæmt fyrir þá sem lifa á íslenskri krónu og því er að heita vonlítið að gera hér ýkja góð kaup. Hér kostar jú kaffibolla allt að 800 krónum og bjórglas getur farið yfir tvö þúsund krónur.
Að þessu sögðu er miðborgin eðlilega mekka verslunar og þar er Nordre gata fremst meðal jafningja. Keðjuverslanir finnast hér við hlið norskra tísku og tuskubúða og gatan er eingöngu fyrir gangandi vegfarendur. Hér er fínt að sitja á fallegum sumardegi og hvíla lúin. Önnur ágæt verslunargata en af öðru tagi er Thomas Angells Gate. Þar eru fleiri sérverslanir á borð við hljómplötuverslanir og verslanir með norska hönnun. Síðast en ekki síst er Fjordgata góð til verslunar og þar eru líka fjölda betri veitingastaða og bara.
Gnótt er af stærri verslunarmiðstöðvum hér í borg. Þær helstu eru Trondheim Torg við Kongens götu. Mercur Shopping Center sem einnig er við götu kóngsins og Byhaven við Olav Tryggvasons götu. Minnst þrjár aðrar er að finna í borginni en aðrar eru talsvert frá miðborginni.
Matur og mjöður
Fátt eitt er sértakt að segja um mat og mjöð í Noregi. Norskur matur varla á óskalista nokkurs manns á ferðalagi enda að ýmsu leyti keimlíkur matnum heima á Íslandi.
Sama gildir um mjöðinn. Norðmenn eru mjög strangir á allt vín og áfengi og reka sams konar vínverslanir og á Íslandi.
Ferðamiðilinn Frommers telur eina fjóra veitingastaði í borginni betri en aðra. Þeir eru:
- Palm Garden – Íburðarmikill veitingastaður við Dronningensgate. Þríréttað án víns kringum 13.000 krónur.
- Credo – Dýr en góður staður við Ørjaveita götu. Í senn veitingastaður, jassbar og listasafn.
- Havfruen – Besti sjávarréttastaðurinn í Þrándheimi en dýr eftir því. Réttir frá 7 til 13 þúsund krónum.
- Prins Olavs Grill – Við Kjøpmannsgata er þessi sem býður fínustu steikur.
Djamm og djúserí
Norðmenn kunna svo sannarlega að skemmta sér. Það er að segja þeir kunna að skemmta sér eins og við. Í grunninn drekka allir heima áður en farið er út á lífið, lítið drukkið á börum en því meira aftir í eftirpartíum sem eru algeng. Þetta er auðvitað af sömu ástæðu og það er gert hér heima. Drykkir á börum og klúbbum eru fokdýrir.
Nokkrir þeir barir og klúbbar sem vert er að kíkja á fyrir upplyftingu eru: Samfundet við Elgeseter götu þar sem stúdentar koma gjarnan saman. Við Strandveien finnst heimilislegi pöbbinn Ramp. Stærsti skemmtistaðurinn er Ricks Cafe við Nordre götu og Familien við Gjetsveita þykir góður til brúksins.
Líf og limir
Sami díll hér og gerist í miðborg Reykjavíkur. Abbastu ekki mikið upp á fulla einstaklinga í stórum hópum og þá ætti allt að fara nokkuð vel. En heimamenn standa saman ef erlendur aðili dirfist að vera með uppisteyt. Það er ávísun á spítalavist.
Stöku útigangsmenn eru á ferli og einhverjir trufla ferðafólk annars lagið en þess utan ætti Þrándheimur að vera tiltölulega örugg fyrir ferðafólk.
View Áhugaverðir staðir í Þrándheimi in a larger map
Elst stóru borganna í Noregi er Þrándheimur við Þrándheimsfjörð en þangað sækja Íslendingar nokkra sögu og var klakinn hér í ballarhafi lengi vel undir stjórn Þrándheims sem um tíma var höfuðborg Noregs. Hét borgin lengi vel Niðarós.
Þó fátt eigi Íslendingar þangað lengur að sækja er borgin ótrúlega skemmtileg og jafnframt merkilega full af lífi því Þrándheimur er háskólabær og ungt fólk æði algengt hér á götum. Telur íbúafjöldinn um 160 þúsund hræður eða sem samsvarar Reykjavík og Kópavogi.
Fiskvinnsla er drjúgur hluti af störfum á svæðinu en ekki síður er Þrándheimur lykilmiðstöð fyrir olíuvinnslu Norðmanna. Þetta hefur haft í för með sér að laun á svæðinu hafa haldist há miðað við önnur svæði
Heimamenn fögnuðu árið 1997 þúsund ára afmæli borgarinnar en hún var aldrei sérstök víkingaborg eins og margir halda. Hún var hins vegar ein mesta trúarmiðstöð í norðanverðri Evrópu á miðöldum og það er mikið til þess vegna sem rekja má sögur Íslendinga til borgarinnar. Leifur okkar Eiríksson, bjó til að mynda hér kringum aldamótin þúsund.
Borgin var hins vegar alla tíð einnig verslunarmiðstöð og hefur í raun náð að viðhalda því þar sem hún er enn stærsti byggðakjarninn í mílufjarlægð í allar áttir.
Til og frá
Flugvöllur borgarinnar er Trondheim Værnes en þangað hafa annars lagið verið bein flug frá Íslandi. Til borgarinnar eru um 35 kílómetrar og ferðatíminn 35 til 40 mínútur.
Til borgarinnar er að sjálfsögðu komist fótgangandi en hver kýs það. Nær lagi er að grípa lest, rútu eða leigubíl og jafnvel bílaleigubíl ef ætlunin er að skoða land og þjóð af alvöru.
Lest gengur til miðborgarinnar reglulega á klukkustundarfresti frá flugvellinum og reyndar fer víðar norður ef sá gállinn er á fólki. Sú er um það bil 35 mínútur á leiðinni alla jafna. Miðaverðið er 2.200 krónur.
Leigubíll er einn kostur en fokdýr þrátt fyrir fast verð á leiðinni. Ferðin aðra leiðina kostar litlar þrettán þúsund krónur miðað við fjóra farþega.
Þá er kannski vænlegra fyrir budduna og innri heilsu að taka flugrútuna, Flybussen, sem fer á milli fjórum sinnum á hverri klukkustund. Farið fyrir einn farþega 2.300 krónur.
Ekki má heldur gleyma að hingað koma ansi margir sjóleiðina með Hurtigruten en sú leið er stórkostleg ef fólk þolir sjóinn á annað borð. Frá Bergen hingað til Þrándheims tekur ferjuna 36 klukkustundir að komast en það er svo þess virði því allan tímann er hægt að taka inn hina einstöku náttúru Noregs og hina fantafallegu djúpu firði. Enn og aftur er það þó í dýrari kantinum. Önnur leiðin til Þrándheims kostar ekki undir 35 þúsund krónum.
Samgöngur og skottúrar
Samgöngur í Þrándheimi eru eins og annars staðar í norskum borgum; frábærar. Strætisvagnar fara um alla borg á fimmtán mínútna fresti flestir á daginn en sjaldnar á kvöldin. Þá er sú sjálfsagða þjónusta hér að næturvagnar ganga um helgar og gefa þannig fólki tækifæri að komast til síns heima án þess að gjalda það dýru verði. Er þó langur vegur frá að strætó í Þrándheimi sé ýkja ódýr. Stakur miði fyrir fullorðinn kostar 780 krónur og greiðist í vagninum. Leiðakerfið hér.
Ein sporvagnalína er í Þrándheimi og nær sú frá Ólafsgötu í miðbænum og upp í skóginn í Bymarka. Sami díll og með strætisvagnana og sami kostnaður.
Söfn og sjónarspil
>> Dómkirkjan (Nidarosdomen) – Án alls efa magnaðasta byggingin í borginni er dómkirkjan víðfræga sem er bæði stærsta kirkja í Norður Evrópu og ein einasta gotneska dómkirkjan í Noregi. Hún stendur vitaskuld í miðborginni og er tákn borgarinnar. Lengi vel var talið að kirkjan atarna hefði verið byggð yfir gröf Ólafs helga Haraldssonar en það kemur fram í Snorra Eddu. Um þetta er deilt enn þann dag í dag. Kirkjan er auðfundin, stendur við Kongsgårdsgata, og er opin áhugasömum milli 9 og 14 virka daga og laugardaga en 9 til 16 á sunnudögum. Punga þarf út 1.400 krónum til að reka inn nefið. Heimasíðan.
>> Erkibiskupssetrið (Erkebispegården) – Við hlið hinnar fallegu dómkirkju stendur aðsetur erkibiskups Noregs sem nú til dags er safn um sögu kirkjunnar í Þrándheimi. Upprunarlegar byggingar setursins brunnu árið 1983 og í kjölfarið fór fram einn viðamesti fornleifagröftur í sögu Noregs á rústunum. Ýmislegt heillegt fannst þar og er til sýnis á safninu. Hér má sjá biskupa Noregs og ekki síst myntprentunarverksmiðju sem hér starfaði lengi vel. Síðast en ekki síst eru hér einnig til sýnis ýmsir skartgripir úr eigu norsku konungsfjölskyldunnar sem mörgum þykir forvitnilegt að sjá. Hafa skal í huga að það safn er alveg sér þó það sé undir sama þaki. Hér er auðvitað líka minjagripaverslun og veitingastaður. Konungsgripasafnið er aðeins opið um helgar. 11 til 15 á laugardögum og 12 til 16 á sunnudögum. Biskupssetrið að öðru leyti er opið alla daga nema mánudaga milli 11 og 14 og 12 til 16 á sunnudögum. Aðgangur er 1.400 krónur inn á biskupssetrið en 1.900 krónur kostar að skoða dýrgripi konungsfjölskyldunnar. Heimasíðan.
>> Munkahólminn (Munkholmen) – Skammt frá borginni stendur lítil eyja sem á sér mikla sögu. Munkholmen er vinsæl heimsóknar enda var þar til forna aftökustaður glæpamanna, munkaklaustur, virki og fangelsi og svo aftur virki þegar Þjóðverjar hertóku Noreg í Seinni heimsstyrjöldinni. Nú er þetta vinsæll ferðamannastaður og bátsferðin út í eyjuna yndisleg í góðu veðri. Þá koma heimamenn töluvert hingað til sjósunds. Eyjan er aðeins opin almenningi frá 20. maí til 3. september ár hvert. Bátar fara reglulega á klukkustundarfresti á milli þann tíma frá Ravnkloa.
>> Konungssetrið (Stiftsgården) – Við Munkagötu stendur ægistórt timburhús, eitt af þeim allra stærstu á öllum Norðurlöndum, sem er ákaflega glæsilegt í alla staði utan sem innan. Það var upphaflega byggt af ríkum einkaðila en síðar eignast norska hirðin eignina og þarna gista allir konungsbornir í Noregi þegar þeim hentar. Utan þess tíma er hægt að skoða húsið sem er fallegt mjög og óhætt að mæla með þeirri heimsókn. Taka bara frá nógan tíma því herbergin eru 140 talsins. Opið alla daga frá júní til 20. ágúst frá 10 til 16. Aðgangseyrir 1.400 krónur. Heimasíðan.
Til umhugsunar: Í borginni eru æði mörg afar falleg gömul timburhús sem hefur verið frábærlega vel við haldið. Nægir að labba um Bakklandet, Hospitalsløkkan, hafnarsvæðið við Kjøpmannsgötu, Sandgata eða Ilsvikøra til að vitna það.
>> Skansinn (Skansen) – Við ánna Niðarós þar sem hún rennur til hafs er að finna lítið eiði þar sem finna má einu uppistandandi leifarnar af borgarvirki Þrándheims. Þar heilla fallbyssur marga en aðrir heillast mest af fínu útsýni yfir borgina frá þessum stað.
>> Hljóðfærasafnið (Ringve Museum) – Skammt utan borgarinnar er að finna landareignina Ringve þar sem til húsa er hljóðfærasafn sem sagt er hið eina sinnar tegundar í veröldinni. Þó deila megi um það er hér margt forvitnilegt að sjá. Ýmis merkileg hljóðfæri bæði gömul og ný og ekki síður er indælt að rölta um nágrennið en byggingarnar hér eru einnig heillandi enda komnar til ára sinna og hér er ágætur lítill grasagarður. Hér er einnig kaffihús sem gott orð fer af. Safnið aðeins opið yfir sumartímann frá júní milli 11 og 15. Heimasíðan.
>> Spítalakirkjan (Hospitalkirken) – Lítil sæt kirkja við Hospitalsgade sem tengist Þrándheimsspítala sem byggður var árið 1277 og er elsta starfandi samfélagsstofnun í Skandinavíu. Kirkjan krúttlega er átthyrnd og sú fyrsta sem byggð var með því laginu í Noregi.
>> Ravnkloa (Ravnkloa) – Við enda Munkagötu er að finna Ravnkloa við höfnina en þar er fiskmarkaður borgarinnar hýstur. Þar er líka fræg klukka borgarinnar og síðast en ekki síst er það héðan sem farið er út í Munkahólma.
>> Torgið (Torvet) – Þrándheimsmenn eru ekki að flækja hlutina. Hér heitir miðbæjartorgið bara torgið að allir vita hvar það er. Hér rís hátt stytta af Ólafi Tryggvasyni er fyrstur bjó sér bæ hér. Styttan myndarstykki en hún er jafnframt sólklukka. Hér á sumrin er pakkað af fólki og hér eru oft á tíðum markaðir í gangi.
>> Hönnunarsafnið (Nordenfjeldske Kunstindustrimuseum) – Hönnun í öllu sínu formi frá fimmtándu öld og fram til okkar daga er að sjá í þessu merka safni við Munkagötu 5. Sérstaklega skemmtilegt að sjá með berum augum hvernig kjólar og fatnaður ýmis konar hefur tekið breytingum með tímanum. Sérstök deild tileinkuð japanskri hönnun er hér einnig. Opið 10 til 17 alla daga á sumrin en skemur á veturna. Greiða þarf 1.700 krónur fyrir herlegheitin á mann. Heimasíðan.
>> Kristiansten virkið (Kristiansten Festning) – Hér stendur þetta virki enn vörð um miðborg Þrándheims og hefur gert frá árinu 1681. Frá því er besta útsýni yfir borgina og til sjávar sem finnst og ekki amalegt að þar er lítið kaffihús einnig. Opið alla daga á sumrin en skemur á veturna. Skjannahvít aðalbygging virkisins sést víða að og um 15 mínútur tekur að rölta að virkinu úr miðbænum.
>> Sykurhúsið (Sukkerhuset) – Vart er til skemmtilegra nafn á húsi en ástæða þess einfaldlega sú að hér var lengi vel sykurverksmiðja og bar því nafn með mikilli rentu. Byggt 1754 og var þá stærsta byggingin í borginni. Húsið er nú brúkað af háskóla borgarinnar og er opið meðan á skólatíma stendur. Það stendur við Sverres götu númer 15.
>> Þrándalagssafnið (Sverresborg) – Þrándheimur er stærsta byggðalagið í Suður Þrándalagi og þetta safn er tileinkað hefðum og siðum fólks í héraðinu. Sögu og menningu og búsetu gerð góð skil og reglulega viðburðir tengdir íbúum og sögunni í gangi. Það er bæði utan- og innandyra í leifum þess sem eitt sinn var kastali Sverris konungs Noregs. Þá má líka sjá hér yfir 60 gamlar byggingar og hér er bæði lítil minjagripaverslun og kaffihús. Safnið er við Sverrisborg Allé en þangað er komist með strætisvagni númer 8. Opið 11 – 18 á sumrin en 10 til 15 á veturna. Aðgangseyrir 2.200 krónur. Heimasíðan.
>> Bókasafnið (Trondheim folkebibliotek) – Sennilega það síðasta sem fólki dettur í hug á ferðalögum er að planta rassi á bókasafni og láta dýrmætan tíma líða en í þessu tilviki er bókasafnsheimsókn fróðleg. Undir bókasafninu stóð áður Ólafskirkja og hér hafa fundist grafir fjölda einstaklinga. Beinagrindur fimmtán barna og fjórtán fullorðinna liggja hér og eru til sýnis við safnið en grafirnar eru allar taldar vera frá þeim tíma þegar Ólafskirkja var munkaklaustur á fjórtándu öld. Ómögulegt hefur reynst að ákvarða dánarorsök þeirra sem hér liggja. Safnið stendur við Peter Egges plass. Heimasíðan.
>> Frúarkirkjan (Vår Frue Kirke) – Frúarkirkjan er enn ein gömul kirkja sem borgin státar af. Þessi var reist á tólftu öld en brann til kaldra árið 1767. Endurbyggð í kjölfarið og enn þann dag í dag notuð við athafnir. Á elstu veggjum hennar má sjá 800 ára gamlar rúnir. Kirkjan stendur við samnefnda götu.
>> Tyholtturninn (Tyholttårnet) – Við Otto Nielsens veg stendur 124 metra hár sjónvarpsturn sem einnig er útsýnis- og veitingastaður. Hvergi er betra útsýni en héðan enda er þetta vinsælli staður meðal ferðamanna en sjálf dómkirkjan. Strætisvagnar 20 og 60 fara með þig alla leið. Turninn er opinn alla daga allt árið.
>> Kafbátalægin (Dora 1) – Þrándheimur var mikilvægur staður fyrir Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni og hér byggðu þeir stórt kafbátalægi undir heitinu Dora 1. Engir eru þar kafbátar í dag en húsin eru á sínum stað og notuð af fiskimönnum staðarins auk þess sem þarna er keilusalur ef sá gállinn er á mönnum.
Verslun og viðskipti
Enginn skortur er á verslunum í Þrándheimi og það reyndar mun fjölbreyttari verslun en menn eiga að venjast í ekki stærri borg. En gallinn hér eins og annars staðar í Noregi er að verðlagið er fráleitt hagkvæmt fyrir þá sem lifa á íslenskri krónu og því er að heita vonlítið að gera hér ýkja góð kaup. Hér kostar jú kaffibolla allt að 800 krónum og bjórglas getur farið yfir tvö þúsund krónur.
Að þessu sögðu er miðborgin eðlilega mekka verslunar og þar er Nordre gata fremst meðal jafningja. Keðjuverslanir finnast hér við hlið norskra tísku og tuskubúða og gatan er eingöngu fyrir gangandi vegfarendur. Hér er fínt að sitja á fallegum sumardegi og hvíla lúin. Önnur ágæt verslunargata en af öðru tagi er Thomas Angells Gate. Þar eru fleiri sérverslanir á borð við hljómplötuverslanir og verslanir með norska hönnun. Síðast en ekki síst er Fjordgata góð til verslunar og þar eru líka fjölda betri veitingastaða og bara.
Gnótt er af stærri verslunarmiðstöðvum hér í borg. Þær helstu eru Trondheim Torg við Kongens götu. Mercur Shopping Center sem einnig er við götu kóngsins og Byhaven við Olav Tryggvasons götu. Minnst þrjár aðrar er að finna í borginni en aðrar eru talsvert frá miðborginni.
Matur og mjöður
Fátt eitt er sértakt að segja um mat og mjöð í Noregi. Norskur matur varla á óskalista nokkurs manns á ferðalagi enda að ýmsu leyti keimlíkur matnum heima á Íslandi.
Sama gildir um mjöðinn. Norðmenn eru mjög strangir á allt vín og áfengi og reka sams konar vínverslanir og á Íslandi.
Ferðamiðilinn Frommers telur eina fjóra veitingastaði í borginni betri en aðra. Þeir eru:
- Palm Garden – Íburðarmikill veitingastaður við Dronningensgate. Þríréttað án víns kringum 13.000 krónur.
- Credo – Dýr en góður staður við Ørjaveita götu. Í senn veitingastaður, jassbar og listasafn.
- Havfruen – Besti sjávarréttastaðurinn í Þrándheimi en dýr eftir því. Réttir frá 7 til 13 þúsund krónum.
- Prins Olavs Grill – Við Kjøpmannsgata er þessi sem býður fínustu steikur.
Djamm og djúserí
Norðmenn kunna svo sannarlega að skemmta sér. Það er að segja þeir kunna að skemmta sér eins og við. Í grunninn drekka allir heima áður en farið er út á lífið, lítið drukkið á börum en því meira aftir í eftirpartíum sem eru algeng. Þetta er auðvitað af sömu ástæðu og það er gert hér heima. Drykkir á börum og klúbbum eru fokdýrir.
Nokkrir þeir barir og klúbbar sem vert er að kíkja á fyrir upplyftingu eru: Samfundet við Elgeseter götu þar sem stúdentar koma gjarnan saman. Við Strandveien finnst heimilislegi pöbbinn Ramp. Stærsti skemmtistaðurinn er Ricks Cafe við Nordre götu og Familien við Gjetsveita þykir góður til brúksins.
Líf og limir
Sami díll hér og gerist í miðborg Reykjavíkur. Abbastu ekki mikið upp á fulla einstaklinga í stórum hópum og þá ætti allt að fara nokkuð vel. En heimamenn standa saman ef erlendur aðili dirfist að vera með uppisteyt. Það er ávísun á spítalavist.
Stöku útigangsmenn eru á ferli og einhverjir trufla ferðafólk annars lagið en þess utan ætti Þrándheimur að vera tiltölulega örugg fyrir ferðafólk.
View Áhugaverðir staðir í Þrándheimi in a larger map