Skip to main content

Þann fimmta júní 2013 birti ritstjórn Fararheill.is tilvísun á facebook og google+ um tælensku borgina Pattaya með vísun til andláts Hermanns Gunnarssonar sem þar lést.

Hvað heldur fólk að Hermann Gunnarsson hafi verið að gera í Pattaya?

Hvað heldur fólk að Hermann Gunnarsson hafi verið að gera í Pattaya?

Þar bentum við góðlátlega og með fullri virðingu fyrir Hermanni á að Pattaya hefði verið uppáhaldsborg Hermanns og þar hafi hann dvalið mánuðum saman í langan tíma.

Við bentum líka á að Pattaya er þekkt um heim allan sem athvarf manna sem sækja sér félagsskaps á fljótan, einfaldan og ódýran máta. Félagsskaps kvenna sem eru sárþjáðar af fátækt og eru oft á tíðum neyddar til vændis til að framfleyta fjölskyldu sinni.

Skemmst er frá að segja að besserwisserar um land allt sendu okkur allharðorð skeyti um virðingarleysi, mannhatur, skítkast og í minnst einu skeyti var þess óskað að ritstjórn Fararheill væri sjálf dauð ofan í ræsi. Sextíu manns af-lækuðu Fararheill sökum þessa.

Nú kemur í ljós að sjálf fjölskylda Hermanns vildi og kaus að líferni hans úti í Pattaya yrði hluti af bók þeirra um Hermann sem kemur út nú fljótlega.

Fararheill er innilega sammála því mati. Sannleikurinn er ALLTAF sagna bestur og ekkert lýsir einmanaleika Hermanns betur en koma hreint fram um það. Það hentar engum og er hrein sögufölsun að sópa undir teppi að Hermann hélt til í Pattaya til að drekka áfengi og elta stelpur. Það var hans val og hann var fjarri því einn um það. Milljónir karlmanna heimsækja Pattaya heim hvert ár.

Fararheill fyrir sitt leyti vorkennir ekki Hermanni heldur stelpunum á Pattaya. Biðjum að heilsa besserwissunum.