Skip to main content
E ndurmenntun er yfirleitt jákvæður hlutur fyrir fólk sem er að safna ryki í vinnunni sinni og löngu hætt að vita hvað það er eiginlega að gera. Markaðsdeild Icelandair fellur í þann flokk.

Icelandair auglýsir bara sitt lægsta verð til fimm áfangastaða. Skjáskot

Rákum augun í „bestu tilboð” Icelandair á heimasíðu flugfélagsins þennan daginn. Sú var tíðin, fyrir ári síðan eða svo, að flugfélagið gaf upp sitt lægsta verð á öllum flugleiðum félagsins. Nú eru fimm áfangastaðir látnir nægja. Hljóta að vera allar þessar uppsagnir starfsfólks…

Burtséð frá því þá er meira en lítið dapurlegt að allra besta „tilboð” Icelandair til þriggja af alls fimm áfangastaða sinna gildir um flug í OKTÓBER. Bara sjö mánuði fram í tímann!!!

Þetta í hróplegu ósamræmi við önnur evrópsk flugfélög sem eru að bjóða sitt besta strax á næstu vikum eða snemmsumars. Við gerðum meira að segja sérstaka leit að öðru eins annars staðar og fundum ekkert. Engin flugfélög önnur eru að plögga sérstök tilboð sjö mánuði fram í tímann á forsíðu sinni.

En svo þarf aðeins að breyta landstillingu á vef Icelandair til að sjá að „bestu tilboðin” til Bandaríkjamanna til dæmis, eru á allra næstu dögum.

Fólkið sem hélt þessu flugfélagi á lífi fær enn og aftur kúk og kanil í staðinn 🙁

PS: Innlendir „fjölmiðlar” að missa þvag yfir að Icelandair sé að auglýsa eldgosið á risaskjá á Times Square í New York. Það kostar bara milljón kall per birtingu og væri góð hugmynd ef eitthvað væri af fólki á torginu. En eins og sjá má á skáskotinu hér til hliðar eru bara nokkrar hræður á stangli á þessu fræga torgi á háannatíma um miðjan dag í dag. Það er enginn heilvita maður að skaufast á vinsælu torgi í miðju Kófinu. Súper kjánalegt og illa farið með ríkisfé.